fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fókus

Íslendingar keppast um að þýða „daddy issues“ – Þetta sló í gegn

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 31. mars 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inni í Facebook-hópnum „Skemmtileg íslensk orð“ fara fram líflegar umræður um íslenska tungu, nýyrði og ýmisskonar skemmtilegar pælingar um okkar ástkæra ylhýra.

Einn meðlimur í hópnum spyr: „Er einhver með stórkostlega þýðingu á „daddy issues?“

„Daddy issues“ lýsir á óformlegan hátt því sálfræðilega ástandi sem hlýst af óvanabundnu sambandi við föður, eða jafnvel engu sambandi við föður sinn, gjarnan hjá konum en getur að sjálfsögðu átt sér stað hjá körlum einnig. Slíkt ástand birtist oft í tilhneygingu til þess að vantreysta ellegar upplifa oft óheilbrigðar kynferðislegar langanir til karlmanna sem hegða sér í samræmi við föðurímyndir.

Hópmeðlimir voru ekki lengi að taka við sér og fljótlega fóru að berast tillögur frá snöggþenkjandi fólki.

Fyrsta uppástungan var „Pabbaklæma“.  Næst var stungið upp á „Pabbavandamál“.

En langvinsælasta uppástungan var „Pabbababb“.

Aðrar áhugaverðar uppástungur voru meðal annars: Feðravandi, feðraflækja, feðrafýsn, pabbaplága, föðurfóbía, pabbastelpa og pabbamein (eins og krabbamein).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“