fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Heimsendingar á tónlist á meðan samkomubanni stendur: „Einn ætlar að spila á hluti úr eldhússkápnum“

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 21. mars 2020 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margvísleg áhrif samkomubannsins af völdum Covid-19 gæta hvarvetna. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur til að mynda þurft að aflýsa eða fresta öllum tónleikum fram til 13. apríl. Hljómsveitin samanstendur af yfir 70 tónlistamönnum og væru æfingar með svo mörgum í einu rými ómögulegar, sérstaklega þegar tveir metrar þurfa að vera á milli fólks. Það þýðir ekki að tónlistamennirnir okkar taki sér bara frí og geri krossgátur allan liðlangan daginn. Að spila á hljóðfæri er mjög líkamleg athöfn og það er mikilvægt að halda sér í formi til þess að koma sterkur inn þegar tónleikahald hefst að nýju.

Það hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum að Sinfóníuhljómsveitin hefur tekið upp á því að birta myndbönd af hljómsveitarmeðlimum spila hin ýmsu tónverk. Nú þegar hafa birst þrjú myndbönd á samfélagsmiðlum og er von á fleiri.

„Markmiðið er að vera með heimsendingar á meðan á samkomubanni stendur til þess að stytta fólki stundir og létta lundina. Þá munum við einnig vera með annarskonar heimsendingar sem byrja í næstu viku. Þá mun Sinfóníuhljómsveit Íslands í samvinnu við RÚV sýna frá tónleikum hjómsveitarinnar á RÚV 2 á fimmtudögum kl. 19.30 – á okkar hefðbundna tónleikatíma. Þetta eru upptökur sem Sinfónían hefur streymt beint á netinu en hafa ekki verið sýndar í sjónvarpi áður,“ segir Margrét Ragnarsdóttir, markaðsstjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Hægt er að fylgjast með Heimsendingunum á Instagram eða Facebook.

Nýjasta heimsending Sinfóníuhljómsveitarinnar er í boði fjögurra hornleikara hljómsveitarinnar, Stefáns Jóns Bernharðssonar, Emils Friðfinnssonar, Joseph Ognibene og Frank Hammarin. Hér spila þeir saman inni í Hörpu, að sjálfsögðu með tveggja metra bil á milli sín, lag Þorkels Sigurbjörnssonar sem hann samdi við hinn forna hymna, Heyr himna smiður.

https://www.facebook.com/watch/?v=206700977252693

„Hugmyndin kom upp hjá okkur daginn sem samkomubannið hófst. Allir hljóðfæraleikararnir voru þá heima hjá sér, en eins og við vitum þá þurfa þeir að halda sér í góðu spilaformi og eru þess vegna duglegir að æfa sig heima. Okkur datt þá í hug að fara bara heim til þeirra og taka upp örtónleika og vera með heimsendingar til landsmanna á samfélagsmiðlum.“

Einnig hafa birst myndbönd af Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara sem spilaði Bach svítur.

https://www.facebook.com/watch/?v=2511818399133938

Hjónin Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari spiluðu fjöruga dansa úr Þingeyjarsýslu.

https://www.facebook.com/watch/?v=2500975693450668

Og flautuleikarinn Áshildur Haraldsdóttir lék gullfallegt verk eftir Carl Philipp Emanuel Bach í morgunsólinni.

https://www.facebook.com/IcelandSymphony/videos/241222667054949/

Ætlar að spila á hluti úr eldhússkápnum

Sinfóníuhljómsveitinni hafa borist margar skemmtilegar tillögur frá hljóðfæraleikurunum. „Einn slagverksleikarinn hefur til dæmis óskað eftir að spila á það sem er hendi næst í eldhússkápunum. Það er dásamlegt að sjá hvað allir eru til í að taka þátt í Heimsendingum frá Sinfó. Fyrst höfðum við samband við nokkra hljóðfæraleikara og spurðum hvort við mættum ekki koma heim til þeirra og taka upp smá brot af þeim spila fyrir okkur. Eftir að fyrsta heimsendingin fór í loftið sögðust enn fleiri hljóðfæraleikarar vera til í að vera með. Tónlistin er svo fjölbreytt og ég held að myndböndin endurspegli það.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“