fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Heimili Ingvars og Eddu komið á sölu fyrir 135 milljónir – Verðlaunagripir í glugga

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. desember 2020 14:28

Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir. Mynd/Andri Marínó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarahjónin Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir selja heimili sitt við Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Fasteignin er auglýst á vef Eignamiðlunar. Um er að ræða rúmlega 230 fermetra efri sérhæð og ris með sérinngangi og stórum garði. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð og var húsið teiknað af Ágústi Pálssyni arkitekt árið 1949. Settar eru 135 milljónir  á eignina sem staðsett er í einu eftirsóttasta hevrfi miðborgarinnar – steinsnar frá Kaffi Vest og Vesturbæjarsundlauginni.

Garðurinn með húsinu þykir dásamlegur og skartar bæði tréhúsi og útipizzaofni. Nágrannarnir eru heldur ekki af verri endanum. Á hæðinni fyrir neðan býr fjölmiðlakonan og útivistargarpurinn Kolbrún Björnsdóttir, betur þekkt sem Kolla í Bítinu og Árni Árnason, auglýsingaséní og rithöfundur.

 

Sjáðu myndirnar af íbúðinni hér að neðan, þú getur meðal annars séð alla verðlaunagripina sem hjónin hafa hlotið í glugganum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum