fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Fókus

Þóttist vera með krabbamein – Rakaði höfuð sitt og þáði fjárframlög fyrir brúðkaup

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. desember 2020 13:37

Toni þóttist vera með krabbamein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Toni Standen, 29 ára, sagði vinkonum sínum að hún væri með ólæknandi krabbamein. Vinir hennar söfnuðu einni og hálfri milljón fyrir hana svo hún gæti fengið draumabrúðkaupið sitt. Daily Mail greinir frá.

Það kom seinna í ljós að hún var ekki með, og hefur aldrei verið með, krabbamein. Hún hefur verið dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar.

Lygin endalausa

Í júní 2015 hófst lygin. Toni sagði tveimur vinkonum sínum að hún hafi verið greind með ólæknandi leghálskrabbamein. Hún var dugleg að deila uppfærslum af meðferðinni með vinkonum sínum. Hún var mjög skýr og fór yfir hvert smáatriði með vinkonum sínum og grunaði þær aldrei að hún væri að ljúga. Hún meira að segja rakaði höfuð sitt svo lygin væri trúverðugri.

Toni sagði svo seinna að hún ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað og hennar helsta ósk var að 57 ára faðir hennar, sem var í alvöru að deyja úr krabbameini, gæti fylgt henni niður altarið.

Vinir hennar stofnuðu GoFundMe síðu fyrir hana og unnusta hennar, James, til að gefa þeim „brúðkaupið sem þau eiga skilið.“

Toni opnaði sig um „erfiðar fréttir“ á Instagram.

Eins og fyrr segir hjálpuðust vinkonur hennar við að safna greiðslur fyrir draumabrúðkaupi Toni, en því miður lét faðir hennar lífið fyrir brúðkaupið.

Hjónin fóru í brúðkaupsferð til Tyrklands og stuttu seinna í frí til Þýskalands, Austurríkis, Ungverjalands, Tékklands og Ítalíu.

Grunsemdir vöknuðu fljótt eftir brúðkaupið og viðurkenndi Toni fyrir vinkonum sínum að hún væri ekki með krabbamein. Hún gerði það í símtali, sem þær tóku upp.

„Mér þykir þetta ótrúlega leitt. Ég skammast mín og er miður mín og á erfitt með þetta allt saman,“ sagði hún.

Hún sagðist einnig ekki vera vita hvort hún og James myndu skilja. „Ég skil hann alveg ef hann vill skilnað,“ sagði hún.

Toni og James.

Þegar sannleikurinn kom í ljós var Toni kærð og dæmd í fimm mánaða fangelsi, hún þarf einnig að greiða um 350 þúsund krónur til baka.

Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn: „Ég trúi því ekki að þú hafir ekki geta hætt. Ekki aðeins vildirðu ekki hætta, heldur gerðirðu málið verra með því að fara í viðtöl hjá fjölmiðlum í leit að samúð frá almenning. Þú notaðir örlæti annarra til að borga fyrir brúðkaupið þitt og brúðkaupsferðina. Þú þáðir pening í marga mánuði. Hver sem hugsar rökrétt misbýður hegðun þína.“

Saksóknari í málinu sagði að þetta væri „fágað fjársvik“ sem stóð yfir i mörg ár.

„Hún getur aðeins sjálfri sér um kennt og mun nú eyða jólunum og nokkrum mánuðum til viðbótar á bak við lás og slá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífssenunum lekið á netið – „Hryllingur“ og „reiði“

Kynlífssenunum lekið á netið – „Hryllingur“ og „reiði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jarðarför Ástu var á föstudaginn – Lætur eftir sig fjögur börn

Jarðarför Ástu var á föstudaginn – Lætur eftir sig fjögur börn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskar stjörnur á vinsælli fótasíðu – Baráttan um efsta sætið hnífjöfn

Íslenskar stjörnur á vinsælli fótasíðu – Baráttan um efsta sætið hnífjöfn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag