fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fókus

Sjáðu myndbandið! – Starfsmenn lungnadeildar Landspítalans brjóta upp alvarleika og þunga hversdagsins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 17:09

Skjáskot úr myndabandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lungnadeild Landspítalans í Fossvogi, eða A6 eins og hún er einnig þekkt sem, gerði sér lítið fyrir og tók þátt í dansáskoruninni „Jerusalema“ sem hefur notið mikilla vinsælda á Netinu.

A6 skorar nú á aðra vinnustaði í heilbrigðiskerfinu að spreyta sig á áskoruninni. Myndbandinu var deilt á Facebook síðu Landspítalans og þar segir:

„Lungnadeild Landspítala í Fossvogi (A6) er eins og flestar af hinum 200 deildum spítalans þekkt fyrir einstaklega góðan og samheldinn starfsanda þar sem systkini hlýja og húmor eru fyrirferðamikil. Meginviðfangsefni deildarinnar er greining, meðferð og hjúkrun sjúklinga með bráða og langvinna lungnasjúkdóma, en einnig hefur deildin tekið að sér hlutverk Covid-19-deildar í heimsfaraldrinum og mikið mætt á starfsfólkinu. Skemmtinefndin á A6 hefur á sama tíma staðið í ströngu til að brjóta upp alvarleika og þunga hversdagsins; reynt að gera lífið skemmtilegra með öllum ráðum. Eitt uppátækið var að fá mannskapinn til að taka þátt í smávegins dansáskorun um daginn undir yfirskriftinni „Jerusalema challange“, sem hefur notið mikillar hylli á internetinu. Dansatriðið er hér meðfylgjandi. A6 skorar á aðra vinnustaði í heilbrigðiskerfinu að spreyta sig á þessari áskorun. Góða helgi, kæru landsmenn nær og fjær! Farið varlega og hugsið vel um hvort annað.“

DANSÁSKORUN // A6 skorar á aðrar deildir og vinnustaði í heilbrigðisþjónustu from Landspítali on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 3 dögum

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll