fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Nígerískur áhrifavaldur olli fjaðrafoki þegar hann mætti í brúðkaup með sex óléttar kærustur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 11:30

Pretty Mike og kærustur hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Eze-Nwalie Nwogu, betur þekktur sem „Pretty Mike“, er nígerískur áhrifavaldur með um 300 þúsund fylgjendur á Instagram.

Hann olli talsverðu fjaðrafoki þegar hann mætti í brúðkaup með sex óléttar konur og sagði þær allar vera óléttar eftir hann.

Pretty Mike deildi mynd af sér ásamt sex barnsmæðrum sínum, sem klæddust silfruðum fötum í stíl og með slaufu í hárinu.

„Engin brella, við erum bara að lifa okkar lífi,“ segir hann.

Viðbrögð netverja hafa verið blendin og hefur hann til að mynda verið gagnrýndur fyrir að stela sviðsljósinu frá brúðhjónunum.

En sumir efast um að Pretty Mike sé að segja satt. Netverjinn PorPorRee deildi gömlum myndum af Pretty Mike. Á tveimur myndunum gengur hann með konur í taumi. Netverjinn skrifaði: „Sama geðveikin, mismunandi ár.“

Sjónvarpsstjarnan Wendy Williams fjallaði um Pretty Mike og óléttu kærustur hans.

„Í Afríku, í hans landi, er í lagi að giftast mörgum konum […] Það er í lagi að þunga þær allar á sama tíma,“ segir Wendy.

Horfðu á innslagið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Í gær

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Í gær

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Í gær

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins