fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fókus

Myndband um íslenskt sifjaspell vekur gríðarlega athygli – 500 þúsund áhorf

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 500 þúsund manns hafa horft á myndband sem maður með notendanafnið sherifelsahly birti á samfélagsmiðlinum TikTok í vikunni. Það er ekki alltaf til frásögu færandi að margir horfi á myndbönd en myndbandið sem sherifelsahly birti fjallar um Ísland og forrit sem hann segir Íslendinga nota.

„Ísland er með smáforrit fyrir sifjaspell og það er reyndar frekar sniðugt hjá þeim,“ segir hann í upphafi myndbandsins. Smáforritið sem maðurinn talar um í myndbandinu er Íslendingabók en flestir iPhone notendur notast líklega við vefsíðuna þar sem smáforritið er ekki til fyrir þá vinsælu síma. Forritið er hins vegar til fyrir Android síma.

„Það að kyssa frændfólk sitt fyrir slysni er alvöru hætta á Íslandi. Til að komast hjá vandræðalegum atvikum bjuggu Íslendingar til smáforrit sem gerir notendum kleift að slá símum saman og smáforritið segir þeim síðan hvort þeir séu skyldir eða ekki,“ segir maðurinn í myndbandinu. „Þú gætir hugsað hvernig smáforritið veit hverjir eru skyldir. Notast er við gagnagrunn sem geymir upplýsingar um ættir þeirra um 1200 ár aftur í tímann.“

Margir Íslendingar hafa skrifað athugasemd við myndbandið og sagt að í raun nota fæstir þetta smáforrit. Hins vegar taka Íslendingarnir fram í athugasemdunum að margir notist við vefsíðuna Íslendingabók til að komast að því hverjum þeir eru skyldir og hverjum ekki.

@sherifelsahlyWhat do you think of this?🤔Follow For More!##sherifelsahly♬ Classical Music – Classical Music

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta verður nafnið á veitingastað Auðuns Blöndal

Þetta verður nafnið á veitingastað Auðuns Blöndal
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í mál við fyrrverandi eftir að hún tjáði sig um typpastærð hans

Fer í mál við fyrrverandi eftir að hún tjáði sig um typpastærð hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skilaboð til þeirra sem ganga löðursveitt út úr ræktinni – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur með skilaboð til þeirra sem ganga löðursveitt út úr ræktinni – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona sér flugfreyja hvaða pör eru hamingjusöm

Svona sér flugfreyja hvaða pör eru hamingjusöm
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp