fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

C-strengurinn er að gera allt vitlaust

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. október 2020 15:33

C-strengurinn er vinsæll hjá stjörnunum á rauða dreglinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleymdu G-strengnum, C-strengurinn er kominn til að vera. Allavega í Bretlandi. Fabulous Digital greinir frá.

Þó svo að þessar nýstárlegu nærbuxur minna frekar á hárband en undirfatnað eru þær að slá í gegn. Nærbuxurnar eru hannaðar til að hylja kynfæri og lítið annað.

Það er vír í nærbuxunum sem er hægt að beygja eftir þörfum hvers og eins, það er einnig til C-strengur fyrir karlmenn.

C-strengurinn er að gera allt vitlaust.

C-strengurinn er ekki nýkominn á markað, en hefur verið mjög vinsæll undanfarna mánuði. Sérstaklega hjá Bretum sem stunduðu sólbað grimmt í sumar.

Samkvæmt Fabulous Digital hefur sala á C-strengjum aukist gífurlega og eru karlmenn mun hrifnari af nærbuxunum en konur. Þeir eru að kaupa C-strengi fyrir kærustur og eiginkonur sínar, sem virðast ekki eins hrifnar.

„Hann helst ekki á sínum stað, ég gæti ekki ímyndað mér að klæðast C-strengnum í meira en tvær mínútur. Ekki eyða pening í þetta, alls ekki þess virði,“ segir einn ósáttur viðskiptavinur um C-strenginn.

Það kemur fyrir að stjörnurnar klæðast C-streng á rauða dreglinum, eins og ítalska leikkonan Giulia Salemi gerði árið 2016.

Giulia Salemi klæddist C-streng árið 2016.
Kendall Jenner hefur einnig klæðst C-streng á rauða dreglinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill