fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Unaðslegur ástartankur til sölu – Silvía selur Flókagötuna

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 5. október 2020 17:00

Silvía á Flókagötu. Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silvía Dögg Halldórsdóttir betur þekkt undir listamanna nafninu Lovetank hefur sett íbúð sína á sölu. Silvía sem er bæði búningahönnuður og listmálari þykir ákaflega smart eins og sést á íbúðinni en hún býr þar ásamt kærasta sínum og tveimur börnum.

Heimili Sylvíu einkennist af mikilli birtu og opnum rýmum. „Ég myndi lýsa andrúmsloftinu á heimilinu sem hlýju, huggulegu og afslöppuðu, eða þannig upplifi ég það,“ sagði Silvía í viðtali við Fréttablaðið fyrr á árinu.

Þá skartar íbúðin einstaklega tignarlegum og fallegum bogaglugga en bæði húsið og glugginn eiga sér áhugaverða sögu sem Silvía greindi frá í viðtalinu. Stórglæsileg listaverk eftir Silvíu prýða heimilið auk fallegra hönnunarmuna og húsgagna. Bleiki sófinn í stofunni er sannkallaður hamingjupúði.

„Húsið sem við búum í er teiknað af Jörundi Pálssyni arkitekt/listmálara fyrir Loga Einarsson hæstaréttardómara, og var byggt árið 1948. Jón Ásgeirsson tónskáld bjó hér á árum áður og leyfi ég mér að dreyma um að hann hafi samið lagið við Maístjörnuna hérna við þennan fallega bogaglugga þar sem mér skilst að flygillinn hans hafi staðið.“

Íbúðin er tæpir 150 fermetrar og skartar fimm herbergjum. Ásett verð er 81,9 milljónir. Konfektmoli á besta stað í borginni. Sjá nánar hér.

Húsið er teiknað af Jörundi Pálssyni arkitekt
Birtan flæðir inn um bogadregna gluggana og gefur stofunni einstaka hlýju.
Heimilið er fallega innréttað.
Einfalt og stílhreint eldhús. Spegilinn stækkar rýmið og gefur því skemmtilega birtu.
Hlýjum litum, speglum og hönnunarvöru er fallega blandað saman. Ljósið er frá Tom Dixon og kertastjakarnir frá Reflections.
Málverkið á veggnum er eftir Silvíu og rúmteppið fallega er frá íslenska fyrirtækinu TAKK home
Barnaherbergið er hlýlega innréttað og jógúrtbleiki liturinn er sá sami og á sófanum í stofunni.
Gangurinn er nýttur undir skó og bækur.
Píanó hefur lengi vel prýtt stofuna en Jón Ásgeirsson tónskáld og höfundur Maístjörnunnar bjó um tíma í íbúðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 1 viku

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?