fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fókus

Flugurnar hennar Ingu Lindar – Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow er leynivopnin

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 20:45

Mynd: Samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi og fluguveiðimaður elskar að veiða og skipta þá flugurnar sköpum. Hér deilir hún sínum uppáhalds flugum sem gætu jafnvel verið góð hugmynd í jólapakka fyrir veiðimenn. Það er ekki seinn vænna að byrja að huga að slíku – það er nú einu sinni búið að setja upp jólin í Ikea!

1. Jock Scott
Nýjasta uppáhaldið mitt er fluga sem ég hef aldrei átt og aldrei veitt á. Hún er hins vegar næsta fluga sem ég ætla að verða mér úti um. Jock Scott er ekki bara ein frægasta og vinsælasta fluga síns tíma, hönnuð á 19. öld, heldur líka ein sú alfallegasta sem hægt er að finna. Hver veit nema hún virki enn í íslenskum ám sumarið 2021? Það er bara ein leið til að komast að því.

 

2.Frances
Bæði svört og rauð og í öllum stærðum, frá litlum krúttum með gylltum króki og upp í túpur sem nauðsynlegt er að setja undir þegar vatnið býður ekki upp á neitt minna. Frances er óumdeilanlega ekki fallegasta flugan í boxi nokkurs veiðimanns, en hún er fáránlega aflasæl, ekki síst í mínum bókum, og hefur alltaf verið. Mynd: Samsett DV

3. Bleikur Nobbler
Ég er tiltölulega nýfarin að veiða sjóbirting og er rétt að komast inn í flugutískuna á þeim vettvangi. Enn sem komið er toppar ekkert bleika nobblerinn sem ég fékk 95 cm sjóbirting á í fyrra.

4.Hitch
Hitch eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er svo gaman að fylgjast með þeim skauta yfir hylinn á yfirborðinu og ég held að fátt toppi tökuna þegar árásargjarn lax ræðst á hana.

5. Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow
Þessar eru líka alltaf til í boxinu mínu. Truflaðar flugur og ég er með þá kenningu að ef laxinn tekur þær ekki þá er hann annað hvort ekki í hylnum eða hann mun ekki taka neitt þann daginn. Svo verð ég að lauma Frigga inn í lokin. Ég ætla ekki að ljúga þó sá gaur, í ýmsum litum, sé ekki áberandi í boxinu hefur hann gefið okkur hjónum fjölmarga fiska, bæði laxa og sjóbirtinga, og þar með framkallað óumræðilega gleði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian fjarlægði loksins grímuna í eftirpartýinu

Kim Kardashian fjarlægði loksins grímuna í eftirpartýinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“