fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 19. janúar 2020 09:00

Hallgrímur Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Ólafsson leikari hefur komið víða við en hann fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Gullregn sem frumsýnd var fyrr í mánuðinum. Þar túlkar hann meðvirka mömmudrenginn Unnar og segist ekki hafa þurft að leita lengi til að finna sinn hlut í karakternum þar sem textinn sé að mestu leyti sprottinn frá honum sjálfum.

„Ég varð alltaf kvíðinn áður en við lékum Gullregn, en sú sýning gekk fyrir fullu húsi í heilt ár í Borgarleikhúsinu og uppskar alltaf mikil og góð viðbrögð. Þar fór maður í gegnum mikinn tilfinningarússíbana og það getur reynt á að komast þangað, fara inn í þetta ferðalag svo sagan virki. Ég kvíði alltaf fyrir hlutverkum þar sem ég þarf að sýna stórar tilfinningar og birta eitthvað sem er erfitt og sárt. Ég er engu að síður gríðarlega stoltur af þessari sýningu og gaman að sjá hana núna sem kvikmynd á hvíta tjaldinu. Þessi tvö listform eru samt ótrúlega ólík og maður tekur eftir einhverjum smáatriðum í bíósalnum sem maður tengir ekkert við úr leikhúsinu enda hneigir maður sig þar bara og fer út af sviðinu. Þarna situr maður hins vegar í salnum meðal áhorfenda – það er pínu skrítið.

 

Hallgrímur Ólafsson

 

Það besta er þó það að ég virka ekkert lítill á hvíta tjaldinu. Það kom kona til mín í eftirpartíinu og furðaði sig á því hvað ég væri lágvaxinn því ég virkaði svo stór á skjánum. Ég hafði mjög gaman að því og var í heildina mjög ánægður, ég hafði ekkert séð úr myndinni fyrir frumsýningu en hún hefur fengið frábær viðbrögð. Það var alltaf mikil stemning á hverri sýningu í leikhúsinu, fólk hló þegar það átti að hlæja en svo varð atburðrrásin líka sorgleg og erfið og maður fann að fólk kunni að meta það. Við vissum alltaf að til stæði að gera kvikmynd upp úr þessu handriti. Raggi viðraði þá hugmynd strax í upphafi svo við höfðum það alltaf á bak við eyrað. Pressan var bara sú að nálgunin við leikhús og bíó er svo ólík, maður þarf að skrúfa niður í öllu – enginn þarf að drífa á aftasta bekk í bíósalnum. En þetta var aldrei þvingandi heldur upplifði ég þetta sem rökrétt framhald af hinu og ótrúlega gaman að framkvæma þetta, alveg virkilega skemmtilegt tímabil sem fór í að taka þetta í sumar enda þekkjumst við öll svo vel sem komum að þessu. Sigrún Edda, Halldóra Geirharðs og Halldór Gylfa komu öll að uppsetningunni á sínum tíma en Karolina Gruszka kemur í stað Brynhildar Guðjónsdóttur sem lék kærustuna mína í sýningunni. Svo koma auðvitað fullt af öðrum persónum fyrir í myndinni sem við ræddum bara í sýningunni en sáust aldrei á sviðinu. Ég tengi vel við persónuna sem ég leik, einfaldlega af því ég bjó hann til. Við unnum handritið allt í spunaformi en Raggi kom með hugmyndir af senum og síðan spunnum við samtölin út frá þeim. Ég tengi ekki beint við þennan meðvirka dreng en það er auðvelt að sækja hann – við þekkjum nefnilega öll þetta fólk.”

Þetta er aðeins hluti af viðtali við Hallgrím sem lesa má í heild í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro