fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Dagbjört svarar gagnrýnendum – Segist hafa orðið fyrir einelti og árásum á netinu

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 15:00

Dagbjört Rúriks, eða DÍA eins og hún er kölluð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir, eða Día, gaf út tónlistarmyndband við lagið „Baby, I’m Sick“ á dögunum. Hún segist hafa orðið fyrir einelti og árásum á netinu þegar að hún deildi bút úr myndbandinu á Instagram. Umræddar árásir hafi aðallega átt sér stað vegna hárs Dagbjartar, sem var með fastar fléttur.

Fastar fléttur líkt og þær sem að Dagbjört var með í myndbandinu hafa verið umdeildar á seinustu árum. Hárgreiðslan á sér langa sögu, en hvítir einstaklingar sem að hafa skartað fléttunum hafa verið ásakaðir um að misnota menningu annara (e. Cultural appropriation). Yfirleitt er rætt um menningarstuld þegar að einstaklingar í forréttindastöðu nýta sér menningu þeirra sem ekki eru í forréttindastöðu án þess að átta sig á þeirri menningarlegu vigt sem tiltekið fyrirbæri hefur.

„Ég var bara að leika sjálfa mig í öðrum aðstæðum“

„Ég kom alveg af fjöllum þegar áreitið og gagnrýnið kom varðandi flétturnar.“

Segir Dagbjört sem greinir frá því að einstaklingar hafi deilt myndum af sér með föstu flétturnar, ásamt skilaboðum sem henni  fannst niðrandi. Hún segist hafa verið kölluð rasisti og að fólk hafi reynt að kúga hana til að birta ekki myndbandið.

Henni finnst ekki rétt að fólk ætli að „banna sér“ að vera með fléttur. Hún segist bera virðingu fyrir menningu annara og að boð og bönn búi til aðskilnað.

Dagbjört segist hafa verið að leika sjálfa sig í öðrum aðstæðum, en í myndbandinu sést hún ræna búð, brjótast inn í sumarhús, og í eltingarleik við lögregluna.

„Ég ber virðingu fyrir sögu fléttanna en í mínum huga var ég bara að leika sjálfa mig í öðrum aðstæðum og ég valdi þessar fjórar föstu fléttur því mér fannst það vera töff lúkk. Meining mín var ekki dýpri en það.

 Það að ,,banna mér“ að vera með þessar fléttur vegna húðlitar míns er skref í ranga átt. Við ættum að huga að sameiningu og ást en þessi hugsun gerir ekki annað en að skapa frekari aðskilnað.“

Hér að neðan má sjá myndband Dagbjartar við lagið „Baby, I’m Sick“:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum