fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 26. júní 2020 11:30

Myndin af Jóa er tekin í trailer á setti kvikmyndarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin, Eurovision Song ContestThe Story of Fire Saga kom inn á efnisveituna Netflix í morgun. Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn þeirra íslensku leikara sem bregður fyrir í myndinni sem tekin var að hluta til upp á Húsavík. Jói eins og hann er kallaður kom sér fyrir í sófanum í morgun og horfði á myndina. „Þetta er meistaraverk. Enn ein skrautfjöðrin í hatt Will Ferrells og þessi fjöður er í íslensku fánalitunum.“

Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir.  Pierce Brosnan fer einnig með hlutverk auk fjöldra íslenskra leikara. Má þá helst nefna Ólaf Darra Ólafsson, Nínu Dögg Filippusdóttir, Björn Hlyn Haraldsson, Björn Stefánsson, Arnmund Ernest Björnsson, Guðmund Þorvaldsson og Jóhann Jóhannsson.

Myndin hefur ekki hlotið góða dóma en kvikmyndagagnrýni The Guardian gaf henni tvær stjörnur og sagði það vel í lagt. Það væri hins vegar áhugavert að heyra hvort gagnrýnendur væru almennt hrifnir af Eurovision-keppninni sem er gjarnan sögð eiga sinn eigin sértrúarsöfnuð. Það er þó ástæðulaust að láta dæma myndina fyrir sig, poppskálin og sófinn bíða heima en ekki þykir ólíklegt að samfélagsmiðlar muni loga af álitum almennings áður en helgina er á enda.

https://www.facebook.com/552612066/posts/10159889041367067/

Mynd:Skjáskot Netflix

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum
Fókus
Fyrir 2 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi