fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Viðtal við Bubba Morthens: 40 ára afmæli Ísbjarnarblúss – Lítill tími til að líta um öxl

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 14:30

Bubbi þá og nú. 40 árum eftir útgáfu Ísbjarnarblús er söngleikur um líf og störf Bubba í vinnslu í Borgarleikhúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir tónlistarunnendur fögnuðu 40 ára afmæli plötunnar Ísbjarnarblús í gær. Platan kom út 17. júní 1980 hjá plötuútgáfunni Iðunni. Bubbi segist ekki vera af baki dottnu þó hann sjálfur sé orðinn 63 ára gamall. „Ég er glerharður, 63 ára gamall og ekki deginum eldri!“ segir Bubbi í viðtali við DV. „Ég lít í spegil og sé engan mun á mér nú og fyrir 40 árum síðan.“

Umturnaði íslensku tónlistarlífi

Flestir eru sammála um að plata Bubba hafi umturnað íslensku tónlistarlífi. Sagði Arnar Eggert Thoroddsen meðal annars í viðtali við Fréttablaðið í gær að „Bubbi hafði verið að spila á alls kyns uppákomum og vísnavina­kvöldum en þarna stígur hann í fyrsta skipti fram á plötu og það með nokkuð afgerandi hætti. […] Þarna heyrir almenningur í fyrsta sinn þessa sterku söngrödd, kynnist þessari náðargáfu hans við að setja saman lög og í textagerð stígur hann ástríðufullur fram og segir hlutina með skýrum og ákveðnum hætti. Eitthvað sem hann hefur gert alla tíð síðan í raun.“ Síðan Ísbjarnarblús hafa komið út yfir 50 plötur undir merkjum Bubba Morthens að meðtöldum safnplötum.

„Ísbjörninn var Samherji þess tíma“

Sjálfur segir hann um Ísbjarnarblús að hún hafi vissulega umturnað íslensku tónlistarlífi. „Þarna voru hlutir sagðir og tónlist spiluð sem menn voru ekkert að gera áður. Það er alveg sama hvort það sé ég eða Arnar Eggerts sem segi það, platan var handsprengja og horft til baka voru áhrifin ótrúleg.“ Spurður hvort hann hafi einhverntímann aftur unnið hjá Ísbirninum var svarið staðfast nei. „Ef við færum boðskapinn yfir á nútímann þá væri ég þarna líklega að syngja um Samherja,“ segir Bubbi. „Ísbjörninn var kannski Samherji þess tíma, tákn um stöðu útgerðarinnar í íslensku samfélagi.“

Ísbjörninn er þó ekki uppáhalds platan hans. „Ég á nóg af uppáhaldsplötum, en engin þeirra er eftir mig. Ég hlusta ekki neitt á sjálfan mig. En ef ég þyrfti að velja uppáhalds plötu þá er það nýjasta platan hverju sinni. Regnbogans stræti kom út í fyrra og það er þá uppáhalds platan mín núna, svo kemur næsta út í ágúst.“

Bjart framundan hjá Bubba

Bubbi segist lítinn tíma hafa til þess að líta um öxl því nóg sé framundan. Undirbúningur sé í fullum gangi að nýrri plötu sem fer í upptöku í byrjun ágúst. „Svo er bók að koma út um mig og söngleikurinn Bubbi verður frumsýnt 13. ágúst,“ segir Bubbi glaðværður um framhaldið og af nógu að taka á næstu misserum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“