fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fókus

Birna Bragadóttir er breytt manneskja eftir góðgerðarför sína á Vatnajökul

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Birna Bragadóttir lauk á dögunum göngu þvert yfir Vatnajökul á gönguskíðum. Þetta gerði hún ásamt hópi góðra kvenna í hópnum Snædrífur til styrktar Lífskrafts, átaks í útivist og hreyfingu sem safnar áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans.

Birna hefur deilt upplifun sinni frá ferðalaginu, til að mynda á Facebook-síðu sinni. Hún segir að verkefnið hafi verið mikla líkamlega og andlega áskorun.

„Að þvera Vatnajökul á gönguskíðum var fyrir mér bæði líkamleg og andleg áskorun, sem krefst mikils undirbúnings, þrautseigju, æðruleysi, ákvörðun um að gefast ekki upp, félagslegs úthalds og liðsheildar. Þetta og svo margt fleira þarf að vera til staðar til þess að leiðangur sem þessi gangi vel. Þá́ er svo gott að geta tileinkað sér það að taka einn dag í einu, því hver dagur hefur nýtt upphaf, jafnvel þótt að leifar gærdagsins minni á sig í gegnblautum skóm, hælsæri eða svefnliítilli nótt.“

„Ég átti ekki alveg von á þessu!“

Um er að ræða 150 kílómetra skíðagöngu þvert yfir Vatnajökul. Birna sagðist koma til baka sem ný manneskja. Þá deildi hún nokkrum ljósmyndum af andliti sínu sem sýndu hversu mikil áhrif ferðin hefði á hana enda krefjandi að ganga í snjó með tilheyrandi endurkast og veðrun dag eftir dag.

„Þeir örfáu sem að ég þekki og hafa þverað Vatnajökul segja að maður komi heim sem breytt manneskja. Það er svo sannarlega rétt en ég átti ekki alveg von á þessu!“

 

Ennþá hægt að styrkja málefnið

Enn er hægt að heita á Lífskraft með því að senda sms í símanúmerið 1900: LIF1000, LIF3000, LIF5000 og LIF10000, til að styrkja um 1000-10.000 þúsund krónur. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í sima 789 4010.

Birna hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi