fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Auður sakaður um stuld á Twitter

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 20:47

Úr myndbandi Auðs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auður frumsýndi síðastliðin föstudag tónlistarmyndband í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini, sem er á RÚV. Myndbandið er hátt í níu mínutur að lengd, en öll plata hans Ljós, kemur fyrir í myndbandinu. Í dag fóru netverjar að benda á að líklega hefði Auður fengið innblástur, eða stolið hugmynd frá öðru myndbandi.

Snemma í myndbandi Auðs er mikið um tæknibrellur, þar sem að borð, sófar og veggir eru tengdir á ansi sérstakan þátt. Sumum þótti þessar brellur minna á Apple-auglýsingu tónlistarkonunnar FKA Twigs og kvikmyndagerðarmannsins Spike Jonze frá árinu 2018.

Fólk virðist ekki vera sammála um hvort að um sé að ræða innblástur eða stuld á höfundarverki, en eftirfarandi ummæli eru frá netverjum sem tjáðu sig um málið á Twitter.

„Þessi Auður virðist mjög iðinn við að sækja sínar hugmyndir í höfundarverk annarra.“

„Þetta heitir innblástur og góðir listamenn eru ekki hræddir við að viðurkenna það.“

„Það er nú samt alveg munur á innblæstri og að taka nákvæmlega sama concept og einhver annar. Ef ég tek heila efnisgrein úr ritgerð einhvers og set í mína óbreytta þá er það samt ritstuldur þótt ritgerðin sé ekki öll eins.“

„Á skalanum „innblástur til höfundarverk annara“ þá þykir manni þetta halla meira til hægri, af því þetta er svo bókstaflegt. Þetta er samt áhugaverð umræða. Hvenær ferðu yfir innblásturs-strikið? Þú getur upp að vissu marki talað um innblástur áður en þetta er orðinn stuldur.“

Auður hefur sjálfur ekki tjáð sig um málið, en ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar. Umræða þessi minnir að talsverðu leiti á mál sem átti sér stað snemma í ár, en  þá var Auður ásakaður um lagastuld.

Hér að neðan má sjá bæði myndböndin, dæmi hver fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát