fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Kolbeinn segir að nú fái börnin að kynnast íslensku sumri – „Tjaldsvæðið leit út eins og vettvangur stríðsátaka“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 10:05

Kolbeinn Marteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri al­manna­tengsla­fyr­ir­tæk­is­ins At­hygli, skrifaði pistil sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Í pistlinum ræddi Kolbeinn sumarið sem er fram undan, en áætlanir fjölskyldunnar um utanlandsferð til Spánar fóru út um gluggann.

„Skipulagt sumarfrí fjölskyldunnar fór fyrir lítið þegar fyrirhuguð íbúðaskipti okkar við Ancion-fjölskylduna á Spáni voru endanlega afskrifuð vegna almannavarna og sýklahræðslu. Við vorum lengi vel í afneitun gagnvart þessu, trúðum því að allt færi vel, en þetta varð niðurstaðan. Og þá þarf maður að gera plön í takt við nýjan veruleika.“

Kolbeinn segir að sumar barna sinna verði núna eins og sín eigin sumör á níunda áratugnum. Líkt og í gamla daga verða fáir túristar á landinu og því ætlar hann að sína börnunum sínum landið.

„Því verður sumarfrí barna minna eins og mitt eigið sumarfrí á níunda áratugnum þegar ferðast var um landið þvert og endilangt. Líkt og þá verða fáir útlendingar á landinu þannig að nú gefst sögulegt tækifæri til að sýna krökkunum gersemar þjóðarinnar í friði og ró.“

Þá rifjar Kolbeinn upp verslunarmannahelgina 1984, sem virðist hafa verið ansi skrautleg. Hann lýsir svakalegu veðri sem að olli því að tjöldin flugu.

„Við skipulagningu á ferðalögum innanlands kemur verslunarmannahelgin 1984 á Kirkjubæjarklaustri strax upp í hugann.

Þar gerði slíkt veðurbál að Seglagerðartjaldið okkar lagðist á hliðina um miðja svefnlausa nótt. Foreldrar mínir gerðu það eina rétta og leituðu skjóls í nálægu Edduhóteli.

Slíkt neyðarástand ríkti þá á tjaldsvæðinu að tjöld fuku um tún og móa og grátandi fólk hljóp á eftir eigum sínum í örvinglan gegnumblautt.

Daginn eftir var komið hið besta veður, sól og blíða og fórum við þá aftur á tjaldsvæðið til vitja þeirra eigna sem við höfðum skilið eftir. Tjaldsvæðið leit út eins og vettvangur stríðsátaka þar sem ekkert tjald stóð lengur upprétt heldur lágu þau appelsínugul, blá og rauð eins og klessur á grænu grasinu og stöku stög og stangir risu upp úr jörðinni. Þessi útilega hefur fylgt mér allar götur síðan og vafalítið haft neikvæð og varanleg áhrif á áhuga minn á tjaldútilegum.“

Kolbeinn segir að lokum að vonanadi verði sumarið gott, enda eigum við það skilið.

„Í ljósi hörmunga ársins 2020 með sínar litaveðurviðvaranir og farsóttir er það fullkomlega sanngjörn krafa að við fáum gott sumar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Í gær

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Í gær

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“