Miðvikudagur 03.mars 2021
Fókus

Sviðin jörð íslensku klámstjörnunnar – Stefan sakaður um svik í nærbuxnasölu – „Ég held að þetta sé algjört feik“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. mars 2020 14:44

Stefan Octavian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Ýr Baldvinsdóttir og fleiri ósáttir viðskiptavinir segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við klámstjörnuna og fylgdarsveininn Stefan Octavian.

DV hefur ítrekað reynt að ná í Stefán án árangurs.

Ósáttir viðskiptavinir kvarta undan viðskiptaháttum Stefans í þræði í Facebook-hópnum Verslun á netinu. DV fékk einnig ábendingu um málið og hafði samband við tvo viðskiptavini.

Einn þeirra er Berglind Ýr Baldvinsdóttir sem segist hvorki vera vongóð að fá vöruna loksins afhenta né endurgreitt.

Stefan hefur leikið í mörgum klámmyndum.

Skyfall2020

Stefan hefur getið sér gott nafn sem klámstjarna í hommaklámi undanfarin ár. Í viðtali í Ísland í dag í janúar sagðist Stefan einnig vera fylgdarsveinn.

„Ég er búinn að vera í fylgdarþjónustu og aðeins að skoða hitt og þetta. Fylgdarþjónusta getur verið á marga vegu. Þú getur verið fylgdaraðili á viðburði með fólki, þú getur verið fylgdaraðili út að borða og kynlíf. Þetta er bara allskonar,“ sagði hann.

Nýlega hefur Stefán fært út kvíarnar og fór að selja hátískuvörur á netinu. Hann byrjaði á því að selja Calvin Klein undirföt á Snapchat og stofnaði seinna síðuna SkyFall2020.com.

Á vefsíðu SkyFall2020 kemur fram að:

„SkyFall2020 er glænýtt fyrirtæki sem selur eigin gæðafatnað og er einnig söluaðili fyrir t.d. Calvin Klein, Armani, Gucci, Tommy Hilfiger og fleiri aðila! SkyFall2020 var stofnað 2020 og starfa núna 5 starfsmenn sem sjá um vef, sendingu og pökkun þessara vara.“

Engar aðrar upplýsingar koma fram um fyrirtækið annað en biðtími sendinga:

„ATHUGIÐ Sendingar gætu tekið allt frá  3-5 vikur. (Ef vara er stoppuð af tollinum gæti sendingartíminn farið upp í 6 vikur.)“

Skjáskot af SkyFall2020.com

Hátískuvörur

Eins og kemur fram á vefnum segist Stefán vera söluaðili hátísku merkja á borð við Calvin Klein, Armani og Gucci.

Berglind Ýr veltir þungum þönkum og segist sterklega gruna að um „feik“ vörur sé að ræða. Hún keypti Calvin Klein nærföt af Stefáni í gegnum Snapchat.

„Ég pantaði hjá honum Calvin Klein nærfatasett. Þetta var tveir fyrir einn tilboð. Á að vera ekta Calvin Klein en ég efast stórlega um það því þetta var svo ódýrt,“ segir hún. Nærfatasettið kostaði um þrjú þúsund krónur.

„Þetta var í byrjun febrúar, áður en hann stofnaði síðuna. Hann sendi mér greiðsluupplýsingar og sagði að þegar varan færi í póst myndi ég fá tracking number og gæti fylgst með sendingunni. Svo bíð ég og bíð og það auðvitað bólar ekkert á þessu,“ segir Berglind sem fékk aldrei númerið.

Berglind segir að það hafi ekkert bólað á Stefáni á Snapchat og hún sendi honum skilaboð. „Ég sagði honum að ég vildi vita hvað væri málið,“ segir hún.

Í kjölfarið fékk hún og aðrir viðskiptavinir sendan póst frá Stefáni sem má lesa hér að neðan.

„Góðan dag

Umræður hafa farið af stað að vörur frá okkur hafi ekki skilað sér mánuði eftir viðskipti hjá okkur. Þeir sem koma til með með að lesa þennan tölvupóst hafa orðið vari við það að við gerð endurgreiðsla á viðskiptavinum www.Skyfall2020.com um miðjan febrúar 2020.

Ástæðan fyrir endurgreiðslu var vegna bilunar sem kom upp í greiðslukerfi hjá okkur, en fyrir þá sem halda að um svik sé/hafi átt sér stað geta haldið ró sinni og þurfa ekki að óttast þess. Endurgreiðslan var gerð samstundis og málið kom upp hjá fyrirtækinu þar sem við sáum áhættu í því að greiðslur frá okkar greiðslumiðli myndi ekki skila sér til fyrirtækisins.

Í þessu atviki var reynt að passa upp á hag bæði viðskiptavina og fyrirtækisins, og buðum við þeim sem halda vildu við pöntunina að millifæra í gegnum heimabanka  þegar endurgreiðslan hafi borist.

Skiljanlega voru ekki allir sáttir og sýnum við fullan skilning á því.

Eins og áður hafi einnig komið fram sat „Tollurinn“  á stórum hluta sendingar í dágóðan tíma en eftir rétt vinnubrögð og pappírsvinnu hellt sá póstur áfram og höfum við fengið staðfestingu a að þær vörur sé annaðhvort á leiðinni í réttar hendur eða nú þegar í höndum viðskiptavin okkar.

Fljótt var megnið af okkar vörum uppseldar og við að sjálfsögðu lögðum allt kapp á að fylla á lagerinn okkar aftur. Enda okkar markmið að allir okkar viðskiptavinir fái sínar vörur sem fyrst og á réttum tíma.

(Við bendum á að á heimasíðu okkar er talað um alltað 4 vikum eftir að verslað hafi verið á síðunni og þar til varan á að vera komin. ATH! Tollur á íslandi er ekki inn í þeim tíma ef slíkt kemur upp)

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að „Kóróna veikin“ kom upp í lok Janúar sem hafði einnig áhrif á biðtímann hjá okkar vörum bæði að fara af stað og vera afhentar bæði hérlendis og erlendis.

Við höfum nú eftir alla þessa bið ákveðið að gefa hverri einustu pöntun sem pantaðar hafa verið hjá okkur og ekki borist til ykkar, að ef varan er ekki komin í póst á Íslandi innan 10 daga, (18. mars 2020) munum við endurgreiða ykkur að fullu, en að sjálfsögðu munu vörurnar skila sér til ykkar sama hvað.

Ástæða þessi er sú að við viljum að allir séu sáttir og að okkar viðskipti muni ekki koma út eða verða um rómur um svik á netverslun.

Við munum í samstarfi við https://www.17track.net/ fylgjast grant með næstu dögum og uppfæra ykkur í tölvupósti um staðsetningin á sendingum ykkar.

Þær sendingar sem hafa borist til baka hingað út til okkar munu einnig fá nýtt „Sendingarnúmer“ og við munum við passa á að koma þeim upplýsingum til rétta aðila.

Enn og aftur biðjum við innilegra afsökunar á þessum óþægindum og biðtímanum og vonumst til þess að flestir verði sáttir. Við að sjálfsögðu tökum á móti skilaboðum frá ykkur hér í gegnum netfangið hjá okkur.

With best regards

Stefan Octavian

President & CEO“

Annar ósáttur viðskiptavinur

DV ræddi einnig við Beggu Bragadóttur sem keypti nærföt að andvirði nítján þúsund krónur af Stefáni. Henni var lofað endurgreiðslu fyrr í dag en hefur enn ekkert fengið.

Samskipti Berglindar og Stefáns.
Berglind fékk þetta sendingarnúmer frá Stefáni.

Sending í Kína

Þegar Berglind fékk loks sendingarnúmer prófaði hún að leita að því inni á postur.is. Þar bólaði ekkert á sendingunni. Hún fór þá inn á erlenda síðu þar sem er hægt að leita að sendingarnúmerum. Þar fann hún sendinguna sem var skráð í Kína. Berglind veltir fyrir sér af hverju sendingin sé þar stödd, þar sem Stefán og fyrirtækið hans eiga að vera með aðsetur í Las Vegas og vörurnar eiga að vera ekta.

„Ég held að þetta sé algjört feik. Þetta var ekki mikill peningur en mig munar alveg um þetta,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ástæðurnar fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum

Ástæðurnar fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum
Fókus
Í gær

Eiginmaðurinn handviss um að hún sé að ljúga þrátt fyrir lygamælipróf

Eiginmaðurinn handviss um að hún sé að ljúga þrátt fyrir lygamælipróf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður DV fórnar sér – Grænmeti í öll mál í 5 daga

Blaðamaður DV fórnar sér – Grænmeti í öll mál í 5 daga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt að hún væri að góma eiginmanninn með annarri konu – Raunveruleikinn átti eftir að koma henni rækilega á óvart

Hélt að hún væri að góma eiginmanninn með annarri konu – Raunveruleikinn átti eftir að koma henni rækilega á óvart
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún eyddi Tinder eftir hræðilegt stefnumót með forstjóranum – „Þá skildi ég af hverju hann var alltaf með lokaðan munn á myndum“

Guðrún eyddi Tinder eftir hræðilegt stefnumót með forstjóranum – „Þá skildi ég af hverju hann var alltaf með lokaðan munn á myndum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Trausti varð fyrir miklum vonbrigðum með ferð sína til Akureyrar – „Hverjum datt í hug að það væri í lagi“

Trausti varð fyrir miklum vonbrigðum með ferð sína til Akureyrar – „Hverjum datt í hug að það væri í lagi“