fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Reynir Bergmann svarar femínistum – Lét umdeild ummæli falla um kvenréttindi

Fókus
Mánudaginn 9. mars 2020 11:00

Reynir Bergmann Reynisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann, áhrifavaldur og eigandi Park and Fly, svarar fyrir sig eftir að hann var harðlega gagnrýndur inni í Facebook-hópnum „Femínistapotturinn.“ Gagnrýnin sneri að ummælum sem hann lét falla um jafnrétti kvenna á samfélagsmiðlum í gær.

Reynir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins með tæplega 15 þúsund fylgjendur á Instagram og um 20-25 þúsund fylgjendur á Snapchat.

Reynir er staddur í Liverpool í Bretlandi. Hann var að ganga götur borgarinnar þegar hann sá stóran hóp af konum spila á trommur. Síðan sá hann einhverjar konur halda á skiltum og þá rann upp fyrir honum að þetta væri ekki bara saklaus trommusláttur.

„Mér fannst þessi bongó-trommusláttur svo töff áðan, svo góður taktur í þessu. Svo var ég að lesa á skiltin og þetta er eitthvað svona kvenna, jafnréttis, launa, virðum konur, mótmælarugl. Mér finnst þetta of mikið, þetta jafnrétti kvenna, launamismunur, „virtu leggöngin“ eins og [var á einhverju] skilti sem ég sá hérna heima. Endalaust svona bull. En við elskum samt konur,“ sagði hann í Story á Instagram, sem hann hefur nú eytt.

Í kjölfarið var hann harðlega gagnrýndur inni í femínískum Facebook-hóp. Reynir vekur sjálfur athygli á gagnrýninni á Instagram og svarar fyrir sig. Hann ítrekar að hann elski konur og að hann „skilur jafnrétti.“

„Það er heldur betur verið að hakka mig í sig inni í einhverri grúbbu sem heitir „Femínistapotturinn“ […] Ég var ekki einu sinni að tala illa um konur. Ég á þrjú börn, mömmu og kærustu. Ég elska konur. Ef það er einhver sem elskar konur þá er það ég og það eru margir sem vita það,“ segir hann.

„En ég var að tala um svona jafnréttisdót, ég skil jafnrétti mjög vel. En þegar konur eru hoppandi og gargandi með skilti: „Virðum píkuna“ og „leggöng eru kynfæri“ og svona öfga (e. extreme), sama með veganisma og jesúfólk og allt svona dót, sem er öfgakennt (e. extreme) og mikið. Ég fýla það ekki og veit að 90 prósent annarra nenna því ekki heldur. En ég skil jafnrétti og ég skil veganisma og ég skil grænmetisætur. Og ég skil allt þetta drasl skiljið þið mig.“

Reynir birtir síðan skjáskot af færslunni inni í Femínistapottinum.

„Til hamingju með daginn konur. Viðeigandi að merkilegur maður geri lítið úr deginum og okkar baráttum. En.. hann elskar samt konur sko! Uugghh,“ skrifar konan sem skrifar upphafsinnleggið.

Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna en Reynir kveðst ekki hafa vitað það.

„Mér til varnar hef ég ekki Guðmund Rúnar Jónsson um að það væri einhver konujafnréttisdagur, ég bara vissi það ekki. Þannig ég segi bara til hamingju með daginn konur, þið eruð æðislegar. Án ykkar værum við ekki neitt,“ segir Reynir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drake hissa yfir brjóstastærð Guggu

Drake hissa yfir brjóstastærð Guggu
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019