fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Daði Freyr opnar sig um samsærið – „Er Netflix búið að velja sinn sigurvegara?“

Fókus
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar samsæriskenningar hafa verið á lofti í kjölfar velgengninnar hjá Daða Frey og Gagnamagninu í aðdraganda úrslita Söngvakeppninnar á laugardag. Þá kemur í ljós hvaða lag keppir fyrir Íslands hönd í Hollandi í vor. Daði hefur nú opnað sig um samsærið á Twitter síðu sinni.

Ein þeirra samsæriskenninga sem skotið hafa upp kollinum koma frá manni nokkrum sem telur að streymisveitan Netflix standi að baki áróðursherferð til að afla Daða og Gagnamagninu vinsælda. Þá telur samsæriskenningasmiðurinn að það sé möguleiki á að Russel Crowe hafi fengið greitt frá Netflix fyrir að deila myndbandinu hans Daða en deilingin hans vakti mikla athygli.

„Eru Daði og Will Ferrel bókaðir í þátt Graham Northon Show til að kynna Eurovisionmynd Netflix?“ veltir samsæriskenningasmiðurinn fyrir sér. Þá birti hann einnig mynd af skjáskoti þar sem svo virðist vera sem konu sé boðin dágóð upphæð fyrir að deila laginu hans Daða.

„Hvers vegna er verið að bjóða fólki peningagreiðslur til ad pósta myndbandinu hans Daða, stendur Netflix á bakvið það? Getur RÚV látið sem ekkert sé? Er Netflix búið að velja sinn sigurvegara og er þess vegna að reka kostnaðarsama PR herferð fyrir hann?“ segir samsæriskenningasmiðurinn einnig og veltir því fyrir sér hvort það muni einhver eiga við kosningarnar í Söngvakeppninni. Eins og mörgum ætti að vera kunnugt er mynd um Eurovision væntanleg, en þar munu þau Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í Eurovision.

„Vá hvað ég væri til í að þetta væri satt“

Eins og áður segir þá hefur Daði nú tjáð sig um þessar samsæriskenningarnar. „Ég er að sjá út um allt að fólk heldur í alvöru að Gagnamagnið sé sponsað af Netflix. Ástæðan skilst mér að sé sú að lagið á að vera í nýju seríunni af Stranger Things. Vá hvað ég væri til í að þetta væri satt,“ segir Daði.

Tíst Daða hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum. Notandi nokkur segir til að mynda að lagið hans ætti það fyllilega skilið að vera í Stranger Things. Þá velta aðrir því fyrir sér hvers vegna lagið ætti ekki að vera notað í þáttunum vinsælu en það má segja að lag Daða og Gagnamagnsins passi inn í tónlistarstíl þátttanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“