fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fókus

Ólga í Tinderlauginni – „Er hann að ríða systur þinni?“

Fókus
Laugardaginn 4. janúar 2020 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Tinderlaugin hefur vakið mikla athygli en þegar fyrst þátturinn kom út var hann mikið gagnrýndur fyrir óviðeigandi spurningar.

Þátturinn hefur þó haldið göngu sinni áfram. Þáttur númer 5 kom út núna rétt fyrir helgi en þar keppast þrír strákar um að heilla eina stelpu. Það er ólíkt fyrri þáttum að því leyti að í þeim hafa verið þrjár stelpur sem keppast um að ná að heilla einn strák. Þættirnir svipa að mörgu leyti til Djúpu laugarinnar, þáttum sem margir íslendingar kannast við.

Strákarnir eru allir á tvítugsaldri en þeir hafa mismunandi ástæður fyrir veru sinni í þáttunum.  Fyrsti keppandinn, Aron Freyr, segist hafa skráð sig í keppnina því kærastan hans hætti með honum degi fyrir umsókn. „Ég er bara að leita að rebound.“

Keppandi númer tvö, Arnar Hjaltested, segist hafa farið í Tinderlaugina því hann hefur verið of lengi á lausu „Einhvers staðar þarf maður að leita,“ segir hann. Þriðji keppandinn, Ívar Bjarki, skráði sig ásamt vini sínum í Tinderlaugina upp á gamanið en hann var valinn fram yfir vin sinn. „Þetta átti ekkert að fara svona langt en hér er ég,“

Dagbjört Rúriksdóttir spyr strákana spurninganna í þættinum en hún er 25 ára

„Er þýðandi á svæðinu?“

Áður en spurningarnar byrja eru sýnd eins konar glappaskot en í þeim má sjá að keppendur þáttarins eru ansi ölvaðir. „Nenniði samt að reyna að vera edrú í útsendingu,“ segir Dagbjört áður en spurngingarnar byrja.

Dagbjört spyr strákana hvað þeir geri í frítímanum sínum og eru svörin þeirra mismunandi. Arnar segist fara í ræktina og lyfta lóðum. Ívar segist bara vera heima hjá sér að horfa á sjónvarpið en hann fer þó á sjóinnn þegar hann er í Grímsey. Aron segist vera að vinna við að búa til heimasíðu, hann er þó ansi þ0glumæltur þegar hann segir þetta og erfitt er að greina orðaskil. „Er þýðandi á svæðinu eða?“ spyr annar keppandi þá. Í kjölfarið er bjórflaskan tekin af Aroni og honum gefið það sem virðist vera kolsýrt vatn í staðinn. „Ég veit að þið eruð blekaðir en reynið að svara alvarlega,“ kallar Dagbjört þá.

Næst spyr Dagbjört hver mesta fyrirmynd strákanna er í lífinu. Aron svarar fyrstur og segir að Leonardo DiCaprio sé mesta fyrirmyndin hans. „Ef ég væri stelpa þá myndi ég sofa hjá honum.“ Arnar segir að pabbi sinn sé mesta fyrirmyndin í lífinu sínu þar sem hann hefur kennt honum mikið í lífinu. Þá segir Ívar að frændi hans sé mesta fyrirmyndin og nefnir eiginlega sömu ástæður og Arnar. „Jesús, gastu ekki sagt eitthvað annað,“ segir Arnar við því og augljóst er að það er komin spenna í loftið.

Ívar spyr seinna í þættinum af hverju Arnar svaraði honum svona en Arnar segir að honum hafi fundist svarið vera ansi líkt sínu svari. „Þetta hljómaði svo alveg eins,“ sagði Arnar. „Alveg eins? Frændi og pabbi? Er frændi þinn pabbi þinn?“ spyr Ívar. „Gæti verið,“ svarar Arnar. „Er hann að riða systur þinni?“ segir Ívar og þá svarar Arnar og segir: „mögulega.“

Þá vill Dagbjört vita hvaða stjörnu þeir séu hrifnastir af. Aron svarar og segir að það sé Sunneva Einars. Hann er síðan spurður af hverju hann svaraði Sunneva Einars. „Heyrðu elskan, þú ert kannski mögulega heitari en hún. En ertu búin að sjá hana,“ segir hann. „Senda þennan heim í taxa,“ segir þá Arnar.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

https://www.instagram.com/p/B63s58Cgibg/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Veiðiferð, skvísur á Formúlunni og alvöru stelpudjamm

Vikan á Instagram – Veiðiferð, skvísur á Formúlunni og alvöru stelpudjamm
Fókus
Í gær

Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf

Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dramatísk vinslit mitt í dramatískum málaferlum – „Hún sér núna öll rauðu flöggin“

Dramatísk vinslit mitt í dramatískum málaferlum – „Hún sér núna öll rauðu flöggin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu