fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fókus

Camilla sparaði 70 þúsund krónur á Krít

Fókus
Laugardaginn 7. september 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan og söngkonan Camilla Rut Arnardóttir fagnaði 25 ára afmæli sínu á dögunum og fór í frí með eiginmanni sínum, Rafni Hlíðkvist, og syni þeirra, Gabríel. Ferðinni var heitið til Krítar, eins og þeir sem fylgja Camillu á samfélagsmiðlum vita.

Camilla er með tæplega 27 þúsund fylgjendur á Instagram og eins og sannri samfélagsmiðlastjörnu sæmir reynir hún að gera gagn og miðla fróðleik til fylgjenda sinna. Áhrifavaldar sofna ekki á verðinum í fríi og bauð Camilla fylgjendum sínum upp á frábært sparnaðarráð á Krít.

„Ef þið eruð að bóka ykkar hótel fyrir utanlandsferðir þá mæli ég með að senda tölvupóst á hótelið og biðja um besta verð sem viðkomandi getur boðið,“ skrifar Camilla í sögu sinni á Instagram. „Hótel henda oft á mann um tíu til fimmtán prósent afslætti fyrir vikið, sérstaklega ef maður er að bóka „off season“,“ bætir hún við. Hljómar sem afar einfalt ráð en rúsínan í pylsuendanum er sú að Camilla og Rafn spöruðu morðfjár með þessari aðferð.

„Þetta sparar okkur til dæmis sjötíu þúsund kall í þetta skiptið.“

Camilla hefur nokkra þekkingu á ferðamannabransanum og hefur unnið á bílaleigum í gegnum tíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Dúlla og djazz-istinn

Lítt þekkt ættartengsl: Dúlla og djazz-istinn