Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Jóhanna Guðrún viðkvæm fyrir gagnrýni – Furðar sig á slúðrinu: „Heldur fólk virkilega að ég sjái þetta ekki?“

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 29. september 2019 11:00

Jóhanna Guðrún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er aldrei ánægð með neitt sem ég geri. Mér finnst hrikalega erfitt að hlusta á sjálfa mig syngja því að mér finnst það aldrei nógu gott,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona en hún viðurkennir að hún sé haldin fullkomnunaráráttu þegar kemur að tónlist.

Í ítarlegu viðtali við Vísi segist Jóhanna vera sinn harðasti gagnrýnandi en viðurkennir einnig að hún sé mjög viðkvæm fyrir gagnrýni frá öðrum. „Ég held að það séu mjög margir svona,“ segir söngkonan. „Ef þú gagnrýnir mig þá er ég búin að gagnrýna mig helmingi meira sjálf. Ég verð alveg sár sko. Auðvitað á maður ekkert að vera það því maður getur ekki gert öllum til geðs og svo er smekkur fólks líka mismunandi. Auðvitað er ég ekkert eitthvað best í heimi og allir fíla mig.“

Söngkonan eignaðist sitt annað barn fyrir tveimur mánuðum en hún var byrjuð að syngja aðeins tveimur vikum eftir fæðinguna. Að hennar mati er erfitt fyrir sjálfstætt starfandi tónlistarfólk að taka sér fæðingarorlof. Hún segist taka gagnrýni á netinu inn á sig og furðar sig á því hvað fólk leyfir sér að slúðra. Jóhanna skoðar stundum það sem fólk skrifar um hana á netinu og í athugasemdakerfum fréttamiðla. Þá nefnir hún ákveðið dæmi í aðdraga tónleika sem hún hélt með söngvaranum Eyþóri Inga Guðlaugssyni.

„Þegar Eyþór setti inn auglýsingu fyrir tónleikana okkar á sína síðu þá skrifuðu flestir „Æðislegt“ eða eitthvað álíka en svo sé ég eina athugasemd frá konu sem var „Já, ég er nú ekki hrifin af Jóhönnu Guðrúnu,“ eða eitthvað svoleiðis. Mér finnst þetta svo fyndið, heldur fólk virkilega að ég sjái þetta ekki? Eins fáránlegt og það er þá fær maður smá sting í hjartað því maður er alltaf að gera sitt besta.“

Jóhanna segir að hún hafi sjálf verið sjálfsörugg á unglingsárunum og segir að það sé foreldrum sínum að þakka. „Auðvitað fæðumst við öll með okkar persónuleika en ég var alltaf hvött áfram og hrósað mikið. Þetta er náttúrulega rosalega mikilvægt í því að ala upp börn, að þau viti það að þau geti gert hvað sem er.

Mér finnst þetta sérstaklega mikilvægt með stelpur, þó að strákarnir séu allt annar handleggur og ég þarf ekki einu sinni að ræða það, það er alls konar þar líka. En verandi stelpa og eigandi stelpu og vinnandi með unglingsstelpum þá finnst mér alveg þörf á þessu, að „peppa“ þær upp og sýna þeim að þær geti hvað sem er. Ég vil frekar að þær séu skessur heldur en litlar mýs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægur leikari tjáir sig um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sínum: „Foreldrahlutverkið er gífurlega erfitt“

Frægur leikari tjáir sig um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sínum: „Foreldrahlutverkið er gífurlega erfitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa
Fókus
Fyrir 6 dögum

Allt sem þú vissir ekki um keppendur í Söngvakeppninni – Ilmkerti og David Hasselhoff

Allt sem þú vissir ekki um keppendur í Söngvakeppninni – Ilmkerti og David Hasselhoff
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“