fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Fókus

Steindi Jr. þarf þína hjálp til að hjálpa Hirti – „Án ykkar deyr hann gleymdur maður. Viljið þið hafa það á samviskunni?“

Fókus
Föstudaginn 20. september 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., óskar eftir aðstoð svo samkynhneigð-vampíru-hrollvekja með trúarlegu ívafi geti orðið að veruleika.  Áður hefur DV greint frá fyrirhugaðri kvikmynd Steinda með Hirti og leikhópnum X sem mun bera nafnið Þorsti. Nú hins vegar hefur borist ákall frá Steinda og aðstandendum kvikmyndarinnar um aðstoð við að fjármagna verkefnið.

„Hjálpaðu Steinda að hjálpa Hirti (sem er held ég alveg að fara að deyja) og leikhópnum X að gera alvöru bíómynd þar sem þau munu loksins fá að vera í aðalhlutverki. Án ykkar deyr hann gleymdur maður. Viljið þið hafa það á samviskunni?,“ segir á hópfjármögnunarsíðu verkefnisins á Karolina Fund.

Þeir sem leggja verkefninu til fé geta fengið margskonar fríðindi fyrir vikið til dæmis nafn sitt á kreditlista myndarinnar, bíómiða á myndina, sérmerktan varning og svo líka óhefðbundnari fríðindi svo sem Ísbíltúr með Hirti, vera bitinn af Hirti,  borða fisk með leikendum myndarinnar,  fara í meðferð og svo jafnvel sjálft aðalhlutverk myndarinnar fyrir litlar 100,8 milljónir.

Verkefnið er metnaðarfullt og á söfnunarsíðunni er fólki boðið að taka þátt í fjármögnun fyrstu íslensku óskarsverðlaunamyndarinnar.  „Við ætlum að búa til trúarlega gay vampíru sprautusplatter mynd sem verður stranglega bönnuð innan 16 ára, eða jafnvel 36 ára. Í alvöru, ekki kaupa miða fyrir hjartveika eða börn.

Við sem þjóð skuldum Hirti og leikhópnum hans þessa bíómynd þar sem framlag þeirra hefur verið ómetanlegt. Hvar væri íslensk kvikmyndagerð án aukaleikara?

Ímyndið ykkur hversu tómlegar myndirnar yrðu!
Helgi Skúlason einn á hestbaki í Hrafninn flýgur?
Engir áhorfendur að horfa á litlu krakkana í fótbolta í Víti í Vestmannaeyjum?

Einnig ætlar Steindi að hringja í alla frægu vinu sína í símaskránni til þess að fá þau til að birtast í myndinni.“

Verkefnið er unnið í samstarfi við áhugamannaleikhópinn X og Hjört Sævar Steinason, sem hefur verið virkur í jaðarleikhússenunni í Reykjavík.

Kvikmyndin Þorsti gerist í litlum bæ sem minnir á Reykjavík. Aðalpersónan, Hulda, er grunuð um að hafa myrt bróður sinn og fer rannsóknarlögreglumaðurinn Jens með rannsókn málsins. Sannanir eru þó ekki nægar til að halda Huldu lengi í gæsluvarðhaldi og þegar henni er sleppt rekst hún á Hjört, mörg þúsund ára, einmana, samkynhneigða vampíru. Saman vekja Hulda og Hjörtur Steinda bróður Huldu aftur til lífsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjörtur og Hulda hafa í nægu að snúast því samhliða endurvakningu Steinda til lífsins þurfa þau að verjast ágangi sértrúarsöfnuði Esterar og Birgittu sem elta þau á röndum.

Þeim sem vilja aðstoða Steinda við að gera Þorsta að veruleika er bent á söfnunarsíðu verkefnisins á Karolina Fund

Steindi gerir „gay-vampírumynd“: „Ég myndi persónulega ekki vilja að amma mín horfði á þessa mynd”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikill munur á grínistanum – Tattúin nánast öll farin

Mikill munur á grínistanum – Tattúin nánast öll farin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að þetta sé merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sérfræðingur segir að þetta sé merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er þetta besta Áramótaskaupið frá upphafi?

Er þetta besta Áramótaskaupið frá upphafi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið