fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fókus

Halla Margrét lifði af krabbamein og alvarlegt bílslys: „Þú lifir nú bara einu sinni“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 19. september 2019 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona er um þessar mundir að leggja lokahönd á sína aðra ljóðabók, Ljós og hljóðmerki.

Það eru eflaust margir sem kannast við Höllu frá leikhússviðinu en hún var í hlutverki trúðsins ZaRa úr verkinu Dauðasyndirnar sem var sett á svið árið 2008.

Halla Margrét deildi lífsraunum sínum í viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur á Rás eitt í þættinum Segðu mér en hún hefur lifað af bæði krabbamein og alvarlegt bílslys.

Halla segir frá því þegar hún greindist með krabbamein tveimur vikum fyrir útfáfuteiti fyrstu ljóðabókar sinnar en fréttirnar voru sláandi.

„Ég fór í krabbameinsleit og það kemur í ljós einhver kölkun. Ég fór í einhvern skurð til að fjarlægja það sem talið var góðkynja æxli en fékk svo að vita að þetta væri krabbamein,“

Krabbamein Höllu var lítið en það var þegar byrjað að dreifa sér. Hún var send í uppskurð þar sem meinið var fjarlægt og síðan í geisla- og andhormónameðferð í kjölfarið.

„Ég lagðist undir feld, fór í göngutúra og aflaði mér upplýsinga. Á endanum tók ég ákvörðun að vera þakklát fyrir alla möglueika sem mér stóðu til boða. En ég sagði samt nei takk. Ég fann að ég þyrfti að vera í tengslum við sjálfa mig og þá þekkingu sem ég hafði aflað mér í algjörri auðmýkt gagnvart lífinu og dauðanum sem við öll einhverntíma mætum.“

Braut 7 fingur í einu

Halla er þriggja barna móðir en hún fór til Vestmannaeyja á fótboltamót stuttu eftir krabbameinsgreininguna. Hún lenti í óhappi í Vestmannaeyjum þar sem hún braut 7 fingur.

„Ég hafði aldrei sprangað svo við maðurinn minn ákváðum að slá til. Ég fæ svona rugl í hausinn og hugsa, jú þú lifir nú bara einu sinni, en þegar ég er komin upp á sylluna hrópar maðurinn minn: Horfðu bara á Heimaey og ýttu þér svo frá! Ég slengdist úr spröngunni og lenti á fingrunum. Á annarri hendi braut ég þrjá fingur og á hinum fjóra.“

Halla hefur lent í fleiri óhöppum en einu sinni var hún að hjóla og lenti á alvarlegum árekstri. Vöruflutningabíll með 37 tonna farm af frosnum makríl keyrði á hana á fullri ferð. Hún þakkar hjálminum en hann er talinn hafa bjargað lífi hennar. Hún mundi hvorki eftir skellinum né hjólaferðinni þegar hún rankaði við sér en þá stóð yfir henni amerískur bráðaliði. Þá hugsaði hún það með sér að hún hlyti að vera að leika í bíómynd.

„Ég sé sjálfa mig speglast í sólgleraugunum og hugsaði: Hvað á ég aftur að segja næst?“

„Við þurfum öll að leyfa okkur að dreyma stóra drauma

Núna er Halla að leggja lokahöndina á undirbúning fyrir ritlistarnámskeið sem hún ætlar að halda ásamt Soffíu Bjarnadóttur, skáldi og vinkonu sinni. Halla segist aldrei hafa þurft að ráðleggja manneskjum að finna sér aðra fjöl í lífinu vegna þess að það hefur of stóra drauma.

„Við þurfum öll að leyfa okkur að dreyma stóra drauma, þá vitum við hvert við viljum fara. Þannig eigum við drauminn og getum spurt okkur daglega hvað get ég gert í dag til að nálgast drauminn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“