fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Jóhannes Haukur mætir Mark Wahlberg í nýjum spennutrylli

Fókus
Miðvikudaginn 11. september 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur í mörgu að snúast þessa dagana en hann hefur verið ráðinn í hlutverk í vísindaskáldsögutryllinum Infinite ásamt stórleikaranum Mark Wahlberg. Fréttaveitan Deadline greinir meðal annars frá þessu.

Infinite er byggð á skáldsögunni The Reincarnationist Papers eftir D. Eric Mainkranz og segir myndin frá manni sem er ásóttur af eigin fortíð sem hann á erfitt með að muna til fulls. Dag einn uppgötvar hann margra alda gamalt samfélag sem enn stendur og vill Evan ólmur verða hluti af því. Í umræddu samfélagi hafa meðlimir þess aðgang að minningum fyrri lífa og mun aðkoma Evans hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar á framvindu mála.

Hermt er að Wahlberg fari með burðarhlutverkið í myndinni og í leikhópnum má einnig gera ráð fyrir þeim Sophie Cookson, Kae Alexander og Dylan O’Brien, sem margir þekkja eflaust úr The Maze Runner myndabálknum og sjónvarpsseríunni Teen Wolf.

Infinite er leikstýrt af hinum þaulreynda Antoine Fuqua, sem er þekktastur fyrir myndirnar Training Day, Olympus Has Fallen, Southpaw og The Equalizer ásamt framhaldi hennar.

Þess má geta að Jóhannes mun einnig bregða fyrir á næsta ári í yfirnáttúrulegu ofurhetjumyndinni Bloodhot, en þar leikur hann skúrk sem berst við engan annan en Vin Diesel. Þá er leikarinn einnig væntanlegur í kvikmyndinni The Good Liar, með þeim Ian McKellen og Helen Mirren.

Infinite er væntanleg í kvikmyndahús um haustið á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs