fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Ellý Ármanns er að verða amma og þakkar Guði: „Þakka þér fyrir að sleppa ekki takinu á mér því ég þarfnast þín“

Fókus
Föstudaginn 30. ágúst 2019 09:36

Ellý Ármannsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöllistakonan og flotaþerapistinn Ellý Ármannsdóttir er að verða amma. Hún greinir frá því á Facebook, í eins konar ávarpi eða bréfi til Guðs og segist vera yfir sig spennt fyrir þessu nýja hlutverki.

„Langar að þakka þér frá mínum dýpstu hjartaróðum góður guð fyrir að leyfa mér að verða amma. Þér að segja er ég gjörsamlega að farast úr spenningi. Mig langar mest að hraðspóla fram í febrúar þegar barnið dregur sinn fyrsta andardrátt. Ég reyni samt eins og ég get að halda aftur af mér í ömmu-tryllingnum. Mig langar helst að flytja inn á son minn og unnustu hans bara til að fá að vera með þeim og fylgjast með öllu sem þau eru að upplifa með litla kraftaverkið þeirra og segja þeim hvað ég upplifði þegar ég varð móðir og vera til staðar ef þau þarfnast mín.

En já ég vil þakka þér svo mikið fyrir að halda í hönd mína og styðja mig í því sem ég er að takast á við á hverjum degi. Nærvera þín sér til þess að uppgjöf er ekki til í mínum heimi. Ósk mín er að vera fyrirmyndar amma sem er ekki fórnarlamb heldur sigurvegari sem lætur drauma sína rætast á hverjum einasta degi sama hvað á bjátar hvort sem það er að mála myndir, húðflúra fallega líkama eða spá í spil.

Þakka þér fyrir að sleppa ekki takinu á mér því ég þarfnast þín. Þakka þér fyrir að minna mig á að vera ég sjálf og hlusta aldrei á gagnrýnis raddir eða eitthvað þarna úti sem slær mig út af laginu í vegferð minni. Ég treysti að þú standir mér áfram við hlið. Passaðu samt einstaklega vel strákinn minn og fallegu konuna hans sem gengur með barnið þeirra sem ég get ekki beðið eftir að hitta og elska. – Þín Ellý ,,bráðum amma“.“ Skrifar Ellý Ármanns á Facebook.

Fókus óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Í gær

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“