fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Börn Stefáns Karls líta lífið öðrum augum: „Ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 09:55

Stefán var giftur Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona minnist þess á Facebook að ár sé liðið síðan eiginmaður hennar, Stefán Karl Stefánsson, lést. Hún segir að sá dagur líði ekki þar sem hún hugsi ekki til hans.

„Í dag er liðið ár frá andláti Stefáns Karls. Sá dagur var okkur öllum erfiður en þó fylgdi honum líka einhver lausn því ekkert okkar vildi að Stefán myndi þjást frekar. Dauðinn er óútreiknanleg skepna. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til elsku Stefáns og þannig er farið með marga í fjölskyldunni. Í minningunni lifir hann með okkur. Margs góðs er að minnast,“ skrifar Steinunn Ólína.

Hún segir að börn þeirra standi sig vel þrátt fyrir sorgina. „Börnin okkar standa furðu styrkum fótum, fyrir það er ég afar þakklát þótt ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn. Ekkert læknar slíkt að fullu, ekki einu sinni tíminn sem allt á að lækna. Við erum öll breyttar manneskjur og lítum lífið öðrum augum en áður. Í dag er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem hafa verið fjölskyldunni nálægir með einum eða öðrum hætti síðastliðið ár,“ skrifar Steinunn Ólína.

Hún segir að lokum að það eina sem skipti máli í lífinu sé að elska. „Án samvistar við annað fólk væri lífið harla lítils virði. Maður getur ekkert einn. Manni eru hinsvegar allir vegir færir ef manni auðnast í erfiðum aðstæðum að þiggja umhyggju og aðstoð annarra. Það hefur verið stærsta persónulega lexían. Ég endurtek það sem ég hef áður sagt: Að elska og vera elskaður er það eina sem skiptir máli. Allt annað er drasl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“