fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Mætti með nýja kærastann í brúðkaup Sólrúnar Diego

Fókus
Laugardaginn 17. ágúst 2019 23:11

Lína Birgitta. DV/Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego gekk að eiga sinn heittelskaða, Frans Veigar Garðarsson, við hátíðlega athöfn í dag. Þau Sólrún og Frans hafa verið saman um langt skeið og eiga tvö börn saman, drenginn Maron og dótturina Maísól.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um brúðkaup Sólrúnar Diego.

Eftir athöfnina var blásið til veislu á Grand hótel þar sem hjónin stigu sinn fyrsta dans við Skál fyrir þér sem sjálfur Friðrik Dór spilaði fyrir brúðhjónin og veislugesti.

Hér má sjá Frikka Dór og fyrsta dansinn. Mynd: Skjáskot af Instagram Story @linabirgitta

Meðal gesta var annar áhrifavaldur, Lína Birgitta, en hún mætti með nýja kærasta sinn upp á arminn. Sá heitir Elmar Örn Guðmundsson og er fyrrverandi framkvæmdastjóri Bauhaus og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdarstjóri Costco.

Sjá einnig: Lína Birgitta komin á fast.

https://www.instagram.com/p/B1R_xRmBmQ5/

Áður hefur komið fram að Sólrún hafi bannað allar myndatökur í brúðkaupinu en það virðist ekki hafa náð til veislunnar þar sem fjölmargir gestir hafa deilt myndum af stuðinu á story á Instagram.

Sólrún og Frans skera tertuna. Mynd: Skjáskot af Instagram Story @gurryjons

Fókus óskar nýgiftu hjónunum innilega til hamingju með daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Góð tíðindi af Orra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið