Föstudagur 24.janúar 2020
Fókus

Ferðamenn hissa að hestum sé slátrað á Íslandi: „Halda að Íslendingar hugsi langbest um dýrin“

Fókus
Mánudaginn 15. júlí 2019 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigga Þórðar og Birkir Steinn Erlingsson eru gestir vikunnar í Föstudagsþættinum Fókus. Þau eru tveir af stjórnendum Anonymous for the Voiceless á Íslandi, eða AV. AV eru dýraréttindasamtök og ganga út á að sýna fólki hvað gerist fyrir dýr í öllum iðnaðinn. Meðlimir AV eru með svo kallaða sannleikskubba þar sem sumir meðlimanna standa með skjái og grímur.

Sjá einnig: Vigga Þórðar og Birkir Steinn eru í AV: „Gengur út á að sýna fólki hvað gerist fyrir dýr í öllum iðnaði“

Myndböndin á skjánum

Í sannleikskubbanum halda aktívistar á sjónvarpsskjáum þar sem sjá má myndefni úr dýreldisiðnaði. Bæði íslenskt og erlent myndefni. Birkir Steinn segir að íslenska myndefnið komi gjarnan fólki á óvart, sérstaklega ferðamönnum.

„Ferðamenn halda mjög oft að Ísland sé land þar sem er hugsað lang best um dýrin af öllum stöðum, allir svo friðsælir. En þau komast að því að við erum að slátra hestum og verða mjög hissa,“ segir Birkir Steinn.

Guðrún Ósk ræddi við Birki Stein og Viggu Þórðar um AV Reykjavík. Mynd: Eyþór Árnason

Samtöl sem standa upp úr

„Það er eitt samtal sem ég man helst eftir, en það er langt síðan. Ég var að tala við stráka frá Bretlandi, hafa verið í kringum 18-20 ára. Þeir voru þrír og fyrst þegar þeir komu og gengu fram hjá spurðu þeir hvaða rugl þetta væri og sögðu að þetta virkaði ekki,“ segir Birkir Steinn og segist hafa byrjað að tala við strákana.

„Ég endaði í hálftíma löngum rökræðum við þá, mjög heitar rökræður. Ég er nú ekki oft í mjög heitum rökræðum en svona var það þarna. Svo endaði þetta þannig að við vorum ósammála og svo fóru þeir í burtu. Svo komu þeir aftur og fengu upplýsingarnar hjá mér, því ég sagði við þá að ef þeir myndu einhvern tíma vilja verða vegan ættu þeir að heyra í mér.“

Nokkrum vikum síðar fékk Birkir Steinn skemmtileg skilaboð. „Einn þeirra sendi á mig skilaboð og sagði mér að hann væri orðinn vegan,“ segir Birkir brosandi.

Þau rifja upp þegar hópur af nemendum gekk fram hjá þeim og gaf sig á tali við þau. „Þau komu eftir á og sögðu að sjö nemendur í bekknum væru orðnir vegan,“ segir Birkir Steinn.

„Auðvitað virkar þetta ekki á alla og þess vegna er alls konar aktívismi mikilvægur. En þetta virkar á ákveðinn hóp af fólki og þess vegna höldum við áfram. Til að ná því fólki. Hinir verða bara að ganga framhjá,“ segir Vigga Þórðar.

Horfðu á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify, Podcast og öllum helstu hlaðvarpsöppum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband