fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Jón Gunnar upplifði versta dag lífs síns: „Ég þurfti að kyngja þessu og ég grét mikið“

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 14. júlí 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er lík­lega í eina skipti sem ég notaði ekki bíl­belti,“

seg­ir Jón Gunn­ar Benjamínsson, bóndasonur úr Eyjafirði, stangveiðimaður og forstjóri.
Jón Gunnar rekur ferðaskrifstofu og reynir eftir bestu getu að líta björtum augum á lífið þó hann sé bundinn hjólastól. Tilveran tók snögga breytingu eftir bílslys fyrir rúmum áratug síðan, sem leiddi til þess að Jón Gunnar lamaðist fyrir neðan mitti.

Í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið rifjar hann upp þennan versta dag lífs síns. Þetta var í september árið 2007 og hófst allt á gæsaveiðiferð sem Jón Gunnar fór í ásamt tveimur félögum sínum til Vopnafjarðar.

Leiðin lá yfir Hellisheiði og voru vinirnir á ferð í pallbíl gegnum óveður. Strák­ur­inn sem keyrði missti stjórn á bíln­um þegar það kom mjög sterk vind­hviða und­ir bíl­inn sem eig­in­lega lyfti honum upp. Bíll­inn missti allt veggrip og rúlluðu strákarnir niður bratta fjallshlíð, sem leiddi til þess að hann valt.

„Ég var eins og skopp­ara­kringla inni í bíln­um en hinir tveir voru sem bet­ur fer í belt­um og meidd­ust ekki,“ seg­ir Jón Gunnar. „Það kom í ljós að ósæðin hafði rifnað og það pumpaðist blóð út í brjóst­kass­ann. Mér skilst að lækn­arn­ir á Eg­ils­stöðum hafi tekið þá ákvörðun að létta ekki á þess­um þrýst­ingi sem myndaðist, þó að hann væri far­inn að valda mér önd­un­ar­erfiðleik­um. Það varð mér meðal ann­ars til lífs því mér hefði blætt út á stund­inni. Þeir hefðu ekki ráðið við neitt.“

Þá var flogið með Jón Gunnar til Reykja­vík­ur og var hann kom­inn þangað nokkr­um klukku­tím­um eft­ir slysið. Mænuskaðinn var það næsta sem lækn­arn­ir þurftu að glíma við og var hrygg­ur­inn spengd­ur sam­an. „Það fóru tveir hryggj­arliðir al­veg í mask og olli það löm­un fyr­ir neðan mittið,“ seg­ir hann.

„Það kom auðvitað að því að ég þurfti að kyngja þessu og ég grét mikið þarna eina nótt­ina á gjör­gæsl­unni. Svo grét ég ekki yfir þessu aft­ur fyrr en ég var kom­inn á Grens­ás því það var þá orðið svo raun­veru­legt; þegar maður var kom­inn á stað þar sem erfið end­ur­hæf­ing beið manns. Þá gerði ég þetta upp eina nótt­ina og grét yfir ör­lög­um mín­um og síðan ekki sög­una meir. Ég hef ekki grátið síðan út af þessu, ekki eitt tár. Ég tók þá stefnu og hélt henni,“ seg­ir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés