fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

Bára gat ekki haldið á símanum sökum verkja: „Geturðu sagt mér að ég sé ekki að deyja?““

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 16. júní 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistinn og uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa gjörninginn INvalid eða ÖRyrki sem hún verður með á Reykjavík Fringe Festival 1-3. júlí. Gjörningurinn mun felast í því að Bára sjálf verður til sýnis í umhverfi sem fólk sér öryrkja vanalega ekki í, þ.e. ein heima hjá sér. Ein heima hjá sér að takast á við það sem gerir þá að öryrkja.

Á síðu viðburðarins á Facebook birti Bára á föstudaginn myndband þar sem hún gaf fylgjendum innsýn í líf hennar þegar hún er sem verst af verkjum, en hún glímir við ólæknandi ónæmis- og gigtarsjúkdóminn Behcet.

„Það hlaut að koma dagur þar sem ég væri alveg fokked. Nú sit ég á sófanum með símann á statífi því ég get ekki haldið á honum, mér er svo illt í höndunum,“ segir Bára í myndbandinu.“ 

Hún segist vera á fullu í undirbúningi fyrir gjörninginn og það taki mikið á. Á meðan var Miðflokkurinn að halda málþófi um Þriðja Orkupakkann áfram:

„Simmi og co eru að brillera á þinginu. „Oj helvítis útlendingar og líka helvítis fólk sem er eitthvað að reyna að vera með annað kyn en það fæddist með.“

Þegar Bára verður svona verkjuð þá þarf hún mikla aðstoð.

„Þannig að konan mín er núna í einkahjúkrunarstöðu. „Geturðu rétt mér þetta, geturðu rétt mér hitt. Geturðu sett mig í tölvuna, geturðu sagt mér að ég sé ekki að deyja.“

„Ég er búin að taka öll verkjalyf í heimi, gera ógeðslega mikið og vera ótrúlega dugleg. Finnst það samt ekki.“ 

Þegar Bára verður svona verkjuð þá á hún það til að detta í sjálfsvorkunnarham. Þá sé langbest að reyna bara að vinna sig í gegnum það.

„Þetta reddast, er það ekki íslensku stíllinn? “

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið og Facebook-síðu gjörningsins INvalid/ÖRyrki má finna hér

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar