fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Ritdómur um Bönd – Sannleikurinn er sár en fagur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Domenico Stamone: Bönd

Halla Kjartansdóttir íslenskaði

Útgefandi: Bókaklúbburinn Sólin

142 bls.

Vanda og Alto hafa verið gift í áratugi. Fyrir löngu síðan yfirgaf Alto Vöndu fyrir yngri konu en tók síðan saman við hana aftur. Þau mál hafa aldrei verið gerð upp og samskiptin einkennast af biturleika. Innbrot í íbúð hjónanna á meðan þau eru fjarverandi í fríi neyðir þau til uppgjörs við fortíðina því svo mikið af gömlum munum og minningaheimildum rótast upp við innbrotið. Börn hjónanna, sem nú eru orðin miðaldra, sköðuðust andlega af skilnaðinum á sínum tíma og bera þess enn merki. Þau koma einnig mikið við sögu, sérstaklega er á líður.

Þeir sem halda, eftir þessa lýsingu, að hér sé á ferðinni niðurdrepandi saga, hafa rangt fyrir sér. Bönd er bráðfyndin, hjartnæm og afskaplega margslungin saga miðað við jafnstutt verk, eða 142 blaðsíður. Hún er ófyrirsjáanleg og hrífandi og kemur lesendanum nokkrum sinnum gjörsamlega í opna skjöldu.

Sagan er svo listilega uppbyggð að glöggur lesandi verður frá sér numinn við það eitt. Þetta er flugbeitt og sár saga, en um leið margslungin, rétt eins og veruleikinn. Fremur en að segja sögu hjónabands þar sem ástin hefur verið drepin með svikum og beiskju þá segir höfundur okkur sögu sem sýnir hvað ástin er margbrotin og margvísleg. Því þetta er ekki ástlaust hjónaband. Undir hrjúfleikanum ólga heitar tilfinningar.

Börn hjónanna, þetta mislukkaða miðaldra fólk, er síðan rúsínan í pylsuendanum. Þau eiga eftir að koma lesandanum heldur betur á óvart.

Þetta er fágað verk, hlaðið sárum en fögrum sannleika um fjölskylduböndin og ástarböndin. Böndin sem halda 0kkum öllum föstum með einum hætti eða öðrum – til bölvunar og blessunar. Framúrskarandi lesning. Eigðu gæðastund með þessari bók í sumar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025