fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Feður þeirra beggja sviptu sig lífi eftir ásakanir gegn Jackson

Fókus
Laugardaginn 9. mars 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feður Wade Robson og Jordy Chandler, sem báðir sökuðu Michael Jackson um kynferðisbrot gegn sér, sviptu sig lífi eftir að ásakanirnar komu fram. Báðir eru þeir sagðir hafa verið þjakaðir af sektarkennd vegna málsins.

Fjallað er um Wade í nýrri heimildarmynd um brot Jacksons, Leaving Neverland. Wade og James Safechuck koma fram í myndinni þar sem þeir lýsa brotum tónlistarmannsins. Aðstandendur Jackson hafa hafnað ásökununum og sagt Wade og Safechuck vera tækifærissinna.

Jordy Chandler var þrettán ára þegar Jackson var sakaður um að hafa brotið gegn honum. Málinu lauk þó með sáttagreiðslu árið 1993 og endaði Jackson á að greiða fjölskyldu Chandler 23 milljónir Bandaríkjadala.

Í myndinni segir Wade að faðir hans, Dennis, hafi svipt sig lífi árið 2002. Dennis hafi glímt við geðhvarfasýki, kvíða og þunglyndi. Þessi andlegu veikindi hafi mátt rekja til þess að hann grunaði að Jackson hafi misnotað Wade kynferðislega og sá grunur hafi tekið mikinn toll af honum. Tekið er fram í frétt breska blaðsins Mirror að Wade hafi ekki komið fram með ásakanir gegn Jackson opinberlega fyrr en árið 2013 – löngu eftir að Dennis svipti sig lífi.

Eins og að framan greinir var Jordy, sonur Evans Chandler, sá fyrsti til að koma fram með ásakanir gegn Jackson. Málinu lauk með sátt en segja má að Evan hafi aldrei séð til sólar eftir þetta. Aðdáendur Jackson herjuðu á hann og sökuðu hann um að nota son sinn til að hafa fé af Jackson. Þá átti Jordy einnig erfitt uppdráttar eftir þetta og gekkst hann undir lýtaaðgerðir til að falla betur í fjöldann og verða síður þekktur úti á götu. Evan svipti sig lífi árið 2009, fjórum mánuðum eftir að Michael Jackson lést.

„Jackson-málið var eins og krabbamein í fjölskyldunni. Þetta hafði áhrif á okkur öll og lífið varð ekki samt eftir þetta,“ sagði Raymond Chandler, bróðir Jordy og sonur Evans, í samtali við Mail Online.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli