fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Föstudagsþátturinn Fókus: Viktor byrjaði að spá í útlitinu í leikskóla – Alda vill ekki vera eins og „útbrunnin klámmyndastjarna“

Fókus
Föstudaginn 29. mars 2019 18:53

Viktor og Alda. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðuefni Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, eru fegrunaraðgerðir að þessu sinni. Gestir þáttarins eru þau Viktor Andersen og Alda Guðrún Jónasdóttir, en þau eiga það sameiginlegt að vera ófeimin að ræða um þær fegrunaraðgerðir sem þau hafa gengist undir.

Viktor er uppalinn á Seyðisfirði. Hann vinnur sem samskipta- og markaðstjóri fyrir LungA hátíðina. Í fyrra útskrifaðist hann með bachelor gráðu í miðlun og almannatengslum og stefnir hann á að fara í hjúkrunarfræði næsta haust.

Viktor Andersen. Mynd: DV/Hanna

Alda, eða Alda Coco eins og hún er betur þekkt, er glamúrfyrirsæta. Hún tekur um þessar mundir þátt í fyrirsætukeppni á vegum Jet Set Magazine. Alda býr á Selfossi og vinnur þar sem þjónn á veitingastað.

Þrjár brjóstaaðgerðir og varafyllingar

Viktor hefur farið í nefaðgerð og lætur fyllingarefni í varir, höku og kinnar. Hann segist hafa byrjað ungur að spá í fegrunaraðgerðum.

„Örugglega svona seint í grunnskóla sem ég fór að spá í fegrunaraðgerðum. Mér fannst bara lúkkið mitt ekki „representa“ hvernig ég væri. Ég byrjaði að fylla í varirnar átján ára gamall og hef alltaf verið að bæta meira og meira við. Maður fór mjög ungur, á leikskólaaldri, að spá í lúkkinu. Svo hafa fegrunaraðgerðir verið mikið áhugamál,“ segir Viktor.

Alda Coco. Mynd: DV/Hanna

Alda lætur fylla í varirnar reglulega og hefur farið í þrjár brjóstaaðgerðir.

„Þegar ég var 26 ára gömul fór ég í fyrstu brjóstaaðgerðina. Hún gekk ekki alveg eins og ég vildi hafa hana. Ári seinna fór ég aftur. Svo var ég: Ah, þetta er ekki nógu gott. Fór svo í þriðju og þar stoppaði ég. Ég var bara í kringum 25 ára þegar ég fór að spá í þessu, af því að ég var búin að eiga barn, en fyrir þann tíma pældi ég ekki í neinu sem hét lýtaaðgerðir,“ segir Alda. „Hvort það hafi ekki verið Angelina Jolie eða Megan Fox þá kviknaði áhuginn á að fá meiri varir. Svo náttúrulega Ásdís Rán, hún fékk sér í varirnar og ég mér fannst það koma rosalega vel út, sérstaklega til að byrja með.“

Alda og Viktor eru bæði sammála um að þau vilji ekki ganga of langt í fegrunaraðgerðum.

„Mig langar ekki að vera eins og útbrunnin klámmyndastjarna,“ segir Alda. „Ég vil auðvitað ekki ganga of langt heldur halda mér við og halda mér unglegum,“ segir Viktor.

Hægt er að fylgja Öldu á Instagram með því að smella hér og Viktori með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má horfa á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið