fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“

Fókus
Sunnudaginn 8. desember 2019 13:30

Kristina opnar sig í viðtali við Vikuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Warner Brothers er þekkt fyrir að framleiða hinar ýmsu stórmyndir, fyrirtækið framleiddi til að mynda Harry Potter myndirnar vinsælu.

Nú er fyrirtækið að framleiða kínverska hasarmynd en í myndinni verður lag sem sungið er af færeysku sönkonunni Kristinu Bærendsen. Kristina er ágætlega þekkt hér á landi en hún tók þátt í undankeppni Eurovision hér á landi fyrr á þessu ári með laginu Ég á mig sjálf. Lagið sem Kristina mun syngja í kvikmyndinni er samið af íslenska pródúsentinum Sveini Rúnari Sigurðssyni. Það er færeyski fjölmiðillinn Local sem greinir frá þessu.

Lagið var upphaflega samið með það í huga að það yrði sungið af kínverskum söngvara. Sveinn hafði þó unnið áður með Kristinu og fékk hana til að syngja inn á prufu af laginu. „Framleiðenddunum líkaði prufan og leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar af laginu,“ segir Kristina.

Myndin fjallar um kínverska stelpu sem hjálpar hópi af farþegum að komast niður Everest eftir að flugvélin þeirra brotlendir í fjallinu. Samkvæmt Kristinu þá passar lagið vel við söguþráð myndarinnar. „Lagið er fullt af orku, alveg eins og myndin,“ útskýrir Kristina.

Einnig kemur fram í frétt Local að fyrirtækið Warner Brothers hafi áhuga á áframhaldandi samstarfi við Kristinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi