fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Árni bjó á götunni árið 2016: Nú hefur hann opnað sinn eigin veitingastað í Reykjavík

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum fjórum árum síðan bjó Árni Steinn Viggósson á götunni í Malasíu í einn sólarhring. Þetta gerði hann rúmlega tvítugur í reisu sinni um Asíu til að kynnast lífsviðhorfi þeirra sem glíma við sárafátækt.

„Til þess að opna augun mín, og vonandi ykkar, enn frekar ætla ég að lifa lífinu þeirra á morgun. Klukkan 10 í fyrramálið held ég út til nýju vina minna, vopnaður stuttbuxunum einum. Meðal annars vegna þess að ég er hræddur um að vera rændur hafi ég einhver verðmæti með mér. Næstu 24 tímana mun ég síðan betla mér til matar og húsaskjóls.“

Þetta sagði Árni í Facebook-færslu um athæfi sitt sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en þónokkrir fjölmiðlar fjölluðu um málið.

„Með þessu langar mig að kynnast lífsviðhorfi fólksins sem býr við þessar aðstæður og kynnast því góða fólki sem lifir án græðgi og í fullkominni sátt við lífið sjálft“

Ljóst er að í dag er Árni á allt öðrum stað en á götum Malasíu. Hann var á dögunum að opna veitingastaðinn Spes Kitchen sem sérhæfir sig í grænmetis og vegan-réttum. Staðurinn er staðsettur í Granda-mathöll.

Árni talaði um nýja staðinn í Viðskiptablaðinu á dögunum. Þar sagði hann að Spes kitchen myndi bjóða upp á mat sem bæði vær góður fyrir veskið og umhverfið.

„Markmiðið með staðnum er að fleiri muni borða vegan og fá fólk til að opna augun fyrir þeim ævintýralega  heimi bragðlaukanna sem vegan býður upp á. Það er mikil misskilningur að vegan fæði sé ekki próteinríkt og ekki sé hægt að bæta á sig vöðvum eða stunda íþróttir,“

„Við ætlum að auðvelda aðgengi að vegan mat með því að bjóða upp á góða og næringarríka rétti sem eru auðveldir staðgenglar hefðbundinna rétta sem innihalda dýraafurðir.“

https://www.facebook.com/1172078999/posts/10208613397630353/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“
Fókus
Í gær

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið