fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Formaður Afstöðu undrast viðbrögð við veðrinu: „Við erum að ala upp aumingja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 19:38

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptar skoðanir eru um viðbrögð landsmanna, fyrirtækja og stofnana landsins við óveðrinu í dag. Helst kveður að gagnrýni á meint yfirdrifin viðbrögð við veðurspánni á höfuðborgarsvæðinu en allt bendir til að það fari betur út úr veðurhamnum en ýmis önnur svæði landsins, til dæmis Vestfirðir og Norðurland vestra.

Einn af þeim sem tjáir sig er Guðmundur Ingi Þóroddsson, veitingamaður í Árbæ og formaður Afstöðu – félags fanga.

Guðmundur skrifar eftirfarandi pistil um þetta á Facebook og vekur þar nokkrar umræður:

Ég er ekki að skilja hvað er í gangi yfir þessu veðri hjá þjóðinni.

Þegar ég var ungur (sem er ekki svo langt síðan) þá rauk maður út að leika sér tímunum saman án þess að hafa svo mikið sem meters skyggni. Svo þegar maður varð unglingur fór maður í björgunarsveit svo maður gæti leikið sér aðeins meira. Enginn kippti sér upp við þetta.

Nú er öllum vegum lokað, börnum kippt úr skólanum,viðvaranir gefnar út og Bónus lokað. Við erum að ala upp aumingja.

Þess skal getið að Guðmundur skreytir færslu sína með broskörlum sem gefur til kynna að hún sé ekki skrifuð í fúlustu alvöru.

Þess má geta að veitingastaður Guðmundar, Blásteinn, er opinn til kl. 22 í kvöld. Staðurinn við hliðina, Rakang Thai, sem Guðmundur rekur líka, er hins vegar lokaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Í gær

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Í gær

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“