Í ljósi þess að árið 2019 líður bráðlega undir lok, þá ætlar Færeyski útvarpsþátturinn Góðan Morgun Føroyar að standa fyrir vali á orði ársins. Þar sem að útvarpsþátturinn er færeyskur þá verður orðið ábyggilega á færeysku.
Svokallað Málráð mun velja sigurvegarann úr tíu orða lista sem nú hefur verið birtur og má sjá hér að neðan.
Brexit
Byggigøla
Frítíðarkort
Heimafriður
Hópfígging
Hvørsmansrættur
Kleynuringur
Ljóðdálking
Stubbaskjátta
Veðurlagsbroyting
merking þessara orða liggur ekki í augum uppi í öllum tilfellum, þó að stundum virðist hún nokkuð augljós. Í fyrra var það orðið ræstkjøtaburgari sem bar sigur úr bítum, en það er aldrei að vita hvert orðanna hreppir hnossið í ár.