fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Unnar er í limbói í kerfinu: „Hann sem áður skaffaði fyrir fjölskylduna kemur nú með sáralítið“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnar Erlingsson er 47 ára gamall hönnuður og býr í litlu einbýlishúsi á Egilsstöðum með Öldu Björg Lárusdóttur konu sinni og þremur börnum. Hann er ekki öryrki, ekki enn. Hann er í örorkumati og það kemur í ljós á næstu vikum hvernig hann verður metinn.

Unnar stígur fram á Facebook-síðunni Við erum hér líka, en það eru hjónin Gunnar Smári Egilsson og Alda Lóa Leifsdóttir sem birta þar sögur öryrkja hér á landi. Þó svo að Unnar sé ekki enn orðinn öryrki þá er hann í þeirri stöðu að vera í „limbói í kerfinu“. Hann var á endurhæfingarlífeyri en er það ekki lengur þar sem læknarnir sögðu endurhæfinguna ekki hafa skilað neinum árangri. Hann er ekki enn kominn með örorkumat og því er hann hvorki á endurhæfingarlífeyri né á örorkubótum.

„Á hverju lifir fjölskyldan? Unnar og Alda ganga á sparnaðinn sinn, eins og þau hafa gert frá því Unnar veiktist. Þau stóðu ágætlega peningalega, voru eins sjálfstæð og venjulegt fólk getur orðið á Íslandi; skulduðu ekki of mikið og áttu smá varasjóð. En hann er orðinn æði þunnur, nánast ekki neitt. Næst munu þau éta upp eigið féð í húsinu, borða eitt herbergi í einu. Þegar það er búið og ef Unnar verður ekki orðinn heill tekur líklega við sá raunveruleiki sem Unnar fann svo sterkt fyrir á Reykjalundi, fátæktin sem öryrkjar eru dæmdir til vegna veikinda sinna.“

„Grafalvarleg kaflaskipti í lífi fjölskyldunnar“

En Unnar er ekki enn orðinn öryrki, kannski mun hann ná sér, „þá verður þetta aðeins tímabil á ævinni, aðeins gömul minning. Kannski mun hann þá hætta að heyra, gleyma sér í gæfunni. En kannski mun Unnar ekki ná sér. En mun hann ekki alltaf finna einhverja leið? Hefur hann ekki verið vanur að bjarga sér einhvern veginn? Getur það virkilega verið að hann, fyrrum kóngur í eigin lífi, muni sökkva niður í fátækt og taka fjölskyldu sína með?“

„Stundum örvæntir Unnar. Einkum þegar hann er veikur. Þá sér hann ekki fram úr neinu. Kemst ekki einu sinni fram úr rúminu. En í annan tíma trúir hann ekki öðru en að þetta blessist. Einhvern veginn. Er það raunveruleg von, eitthvað til að byggja á? Eða bara óskhyggja þess sem er í miklum vanda? Er hugurinn að skammta honum áfallið svo hann örvænti ekki og bugist, láta hann venjast því hægt og bítandi að það hafa orðið grafalvarleg kaflaskipti í lífi fjölskyldunnar. Kannski. En ekki getur hann sussað á vonina. Hún er það mikilvægasta, líf án vonar er vonlaust. Það er bókstaflega þannig. Unnar er að reyna að elta vonina en ekki láta óskhyggjuna blekkja sig. Stundum er ekki gott að þekkja þær tvær í sundur. Unnar biður guð um leiðsögn. Það hefur reynst honum vel.“

Vann í óhappdrætti lífsins

Sumarið 2015 áttu Unnar von á þriðja barninu sínu með maka sínum, henni Öldu. Stuttu fyrir fæðinguna veiktist Unnar, fékk flensu sem vildi ekki fara heldur versnaði bara. Unnar var hundveikur, veikari en hann hafði orðið áður. Læknirinn sagði hann vera með einkirningasótt, hann hefði fengið vírus sem kallast Epstein Barr, er oftast einkennalítill en getur í öðrum tilfellum gert fólk illa veikt. Vanalega gengur þetta þó yfir á fjórum til átta vikum, tólf vikum ef þú ert óheppinn.

„En fjórar vikurnar liðu og stúlkan fæddist hraust og sterk en Unnar var enn veikur og til lítils gagns. Svo liðu átta vikur og svo tólf vikur og ef Unnar hélt að hann væri að skána þá versnaði honum bara fljótt aftur. Hann las sér til og rakst á allskyns hryllingssögur af fólki sem losnaði bara ekki við þessi veikindi, bar alls kyns einkenni löngu eftir að það hefði átt að vera búið að sigrast á þessum vírus og veikindum sem honum fylgdu. Jú, það getur gerst, sagði læknirinn, án þess að nokkur geti útskýrt hvers vegna er eins og sumt fólk nái sér ekki eftir tólf vikur, sé veikt í marga mánuði. Eða ár. Og sumir ná sér kannski aldrei? Það þekkist, en er ekki algengt. En ég get verið einn af þeim? Já, það er alltaf mögulegt. Það er ekki líklegt, en getur samt gerst. Þannig er það með marga öryrkja. Þeir draga spil sem er kannski einn á móti milljón að fá, en þeir draga það samt. Og Unnar er að reyna að sætta sig við þetta.“

Það voru meiri líkur á að Gunnar myndi vinna í lottóinu en að hann hefði veikst eftir Epstein Barr-vírusinn. Gunnar hefur aldrei unnið í lottói en hann veiktist eftir Epstein Barr-vírusinn.

„Og líkurnar á að losna ekki við einkennin eru álíka og að vinna stóran vinning, svo stóran að það breytir lífi fólks. Það henti Unnar. Hann vann Epstein Barr í óhappadrætti lífsins. Hann er síþreyttur en það er ekki vegna kulnunar. Hann er kvíðinn, nagandi kvíði fylgir þreytunni og óvissunni, en hann er ekki kvíðasjúklingur. Hann er með gigtareinkenni, en er samt ekki með gigt. Hann leggst í rúmið aftur og aftur eins og hann sé með flensu, en er samt ekki með flensu. Hann sem áður skaffaði fyrir fjölskylduna kemur nú með sáralítið, hann sem stóð alltaf að baki Öldu og studdi hana er nú suma daga eins og fjórða barnið, þarf umönnun og stuðning, huggun.“

Unnar safnar saman reynslu sinni og hugsunum á vefsíðuna ekkigefastupp.com.

„Kannski skoðar einhver þetta og finnur þar eitthvað sem hjálpar, eins og það hjálpaði Unnari að heyra sögur og reynslu sjúklinganna á Reykjalundi. Við getum ekki skilið okkur nema spegla okkur í öðru fólki. Unnar vill því segja sögu sína í von um að hún rati til einhvers sem finnur í henni von eða skilning. Við getum svo lítið ein, við getum meira saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar