fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Guðrún brotnaði niður þegar skattstjóri hringdi: „Hann bætti svo við að hann myndi redda málunum fyrir mig“

Fókus
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Sigurbjörnsdóttir, áhrifavaldur sem keppir fyrir hönd Íslands í fegurðarsamkeppninni Miss Global, segist ekki hafa átt sjö dagana sæla undanfarið. Líkt og virðist algengt meðal áhrifavalda þá lenti Guðrún í vanda við skattinn nýverið. Hún segir að það hafi þó endað vel því miskunnarsamur starfsmaður ríkisskattstjóra sá aumur á henni.

„Fyrir nokkrum mánuðum var ég mjög langt niðri og búin að loka mig af frá öllum og öllu í alltof langan tíma. Mér fannst allt ómögulegt, nýbúin að klessa bílinn minn og fleira sem ég ætla ekki að fara útí hérna. Ofan á það gerði ég skattaskýrsluna mína vitlaust og allt í fokki þar,“ lýsir Guðrún á Instagram.

Hún segist hafa verið heppinn með þann sem hringdi. „Ég man svo vel eftir símtali við skattstjóra sem fann greinilega á sér að mér leið ömurlega. Mögulega fann hann það á sér af því ég brotnaði niður í símtalinu og fór að gráta en hann sagði við mig veistu það birtir alltaf til þó manni líði ekki þannig alltaf. Og bætti svo við að hann myndi redda málunum fyrir mig,“ segir Guðrún.

Hún segist þakklát fyrir þetta símtal. „Þetta símtal gerði svo mikið fyrir mig, vildi bara henda þessu út hérna ef eitthver hérna er að bugast. Þetta reddast er frasi sem ég elska og vona að ég hafi náð að peppa eitthvern sem þurfti á því að halda með þessum dramatíska captioni,“ segir Guðrún að lokum.

https://www.instagram.com/p/B5YgM4JlAWk/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni