fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Allt á suðupunkti í umræðu um heiðurslaun listamanna – Bubbi hraunar yfir Jakob Bjarnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísir.is, liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Nýr pistill Jakobs um heiðurslausn listamanna hefur vakið mikla reiði hjá einhverjum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar. Tilefni pistilsins eru  þau tíðindi að dægurlagasöngvarinn Ragnar Bjarnason var í dag gerður að heiðurslaunahafa.

Jakob Bjarnar hefur lítið álit á fyrirkomulagi heiðurslaunanna og sparar ekki stóru orðin í þessum stutta pistli:

„Óvinsæla skoðun vikunnar. Þessi heiðurslaun listamanna eru alger sýra. Það verður bara að segjast. Upphaflega voru þetta flokkspólitísk hrossakaup. Svo notað til að stagbæta í velferðarkerfið. Hvorugt heldur vatni og nú er verið að setja vinsæla poppara á þetta til að slá ryki í augu fólks með góðum árangri. En pólitíkusar elska að sýna gæsku sína fyrir annarra manna pjéning. Þetta er mismunun. Heiðurslaunin eru ekki vond vegna þeirra sem eru á þeim heldur hinna sem ættu allt eins að vera þarna. Allt ætti þetta að blasa við en í landi meðvirkninnar er ekki hægt að vinda ofan af einu né neinu.“

Margir hneykslast á þessum orðum Jakobs og telja hann hafa farið illilega yfir strikið. „Hvaða rugl er þetta Jakob?“ skrifar Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, og bendir á að heiðurslaunin séu eftirlaun fyrir helstu listamenn þjóðarinnar sem eigi engan lífeyri.

Heiðurslaunahafinn Bubbi Morthens sendir Jakobi einfalda og stutta kveðju vegna pistilsins:

„Haltu kjafti“

Egill Helgason fjölmiðlamaður fagnar því að Ragnar hafi komist á heiðurslaun. Umræður um málið eru líflegar og þær má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur