fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fókus

Sonur Sjafnar lést fyrir aldur fram – Bakkus hafði betur: „Það á enginn að þurfa að jarða börnin sín“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. nóvember 2019 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Garðarsdóttir missti son sinn, Steindór Smára Sveinsson, þegar hann var aðeins 31 árs. Steindór hafði lengi háð baráttu við fíkniefni. Hann byrjaði í neyslu 14 ára gamall go var kominn í harða sprautuneyslu aðeins tvítugur. Sjöfn opnar sig um baráttu Steindórs á Facebook og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila færslunni með lesendum. Hún segist skrifa hana öðrum víti til varnar og segir að enginn ætti að þurfa að jarða barnið sitt.

„Hann var svo ljúfur og góður og mátti ekkert aumt sjá. Hann lætur eftir sig einn son. Svona hefst mín saga sem mig langar að setja inn hér. Hann var yndislegur og hjálpaði mörgum með sína baráttu. En gleymdi alltaf sjálfum sér. Hann var alltaf með svo innilegt faðmlag. Ég gleymdi aldrei fallega brosinu hans. Yndislegur í alla staði vina margur. Allir voru jafnir hvort þeir voru börn eða fatlaðir. Hann talaði aldrei illa um neinn,“ skrifar Sjöfn.

Bakkus hafði betur

„Þann 13. júní 2018 lést sonur minn eftir harða baráttu við fíkniefnaheiminn. Bakkus hafði betur.

En hann gat ekki klárað og lá í fimm daga á gjörgæslu. Við fjölskyldan vorum heppin að geta kvatt hann í fimm daga enda vorum við á vöktum. Hann var svo settur í lífslokameðferð vegna þess að lungun hans voru hætt að starfa og heilinn var farinn.

Hann fannst 8. júní en dó 13. júní.

Vegna niðurskurðar heilbrigðiskerfis okkar var hann inni á fíknideild Landspítalans, vegna lokunnar var öllum vísað af deildinni. Þar sem ég var stödd upp í sumarbústað gat ég ekki tekið við honum. En ég talaði við hann rétt áður en hann lét til skarar skríða. Og ég naga mig enn, ég á mjög erfitt með þetta. Og ég kenni mér oft um þetta. En ég veit að ég á ekki að gera það. Það kemur hjá manni sektarkennd og samviska.

Það á enginn að þurfa að jarða börnin sín. Mig langaði að segja þessa sögu öðrum víti til varnar. Ég veit að ég stend ekki ein í þessari sorg. Margir foreldrar hafa misst börnin sín úr þessum hrikalega vágesti. En það er ekki bara neysla sem fer með fólk heldur þráhyggja og geðveiki því miður.“

Bróðir Steindórs Smára, Daníel Örn, gerði myndband í tilefni afmælis Steindórs í fyrra og tengdi það forvarnarátaki fjölskyldu Einars Darra Óskarssonar, Ég á bara eitt líf.

Sjá einnig: Lyfin hefðu sigrað hefði hann ekki svipt sig lífi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý sér ást í kortunum hjá Bríeti: „Það er eitthvað nýtt samband. Þau eru jafningjar og þeim líður vel“

Ellý sér ást í kortunum hjá Bríeti: „Það er eitthvað nýtt samband. Þau eru jafningjar og þeim líður vel“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“