fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Ingvar tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar E. Sigurðsson er tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason.

Verðlaunin verða veitt í Berlín þann 7. desember. Ingvar er tilnefndur í flokki leikara í aðalhlutverki og með honum eru tilnefndir stórleikarinn Antonia Banderas fyrir hlutverk sitt í Pain and Glory, Jean Dujardin fyrir An officer and a spy, Pierfrancesco Favino fyrir leik sinn í The Traitor, Levan Gelbakhiani í And Then We Danced  og Alexander Scheer fyrir Gundermann.

Ingvar hefur hlotið nær einróma lof gagnrýnenda fyrir leik sinn og hefur þegar unnið til þrenna verðlauna, Rising star verðlaunanna á Cannes hátíðinni, besti leikari í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Transilvaíu og á hátíðinni Festival du nouveau conema í Kanada.

Hann hefur áður verið tilnefndur til sömu verðlauna, þá árið 2000 fyrir leik sinn í Englum Alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson. Eini Íslendingurinn til að hljóta verðlaunin á evrópsku kvikmyndahátíðinni til þessa er söngkonan Björg Guðmundsdóttir fyrir hlutverk sitt í söngvamynd Lars Von Trier, Danver in the Dark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima