fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Linda Pé varð gjaldþrota: „Missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur“

Fókus
Mánudaginn 14. október 2019 10:06

Linda Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi fegurðardrottningin og athafnakonan Linda Pétursdóttir opnar sig um andlega heilsu sína í einlægum pistli á Facebook. Þar segir hún frá því hvernig hún missti lífsviljann og tapaði lífsviðurværi sínu.

„Í ljósi nýafstaðins alþjóða geðheilbrigðisdagsins hef ég verið hugsi. Sjálf hef ég farið í gegnum allskyns andstreymi í lífinu sem hefur haft áhrif á geðheilsu mína. Sem dæmi má nefna: Ofbeldi; andlegt og líkamlegt, áfallastreituröskun, að missa lífsviljann, gjaldþrot og að tapa lífsviðurværinu, vægt heilablóðfall. Og slatti til viðbótar sem ég nenni ekki að telja upp. En ég hef ætíð kosið að láta reynslu mína ekki skilgreina hver ég er,“ segir Linda og heldur áfram.

„Í örfáum orðum langar mig að deila reynslu minni með því takmarki að hún veiti einhverjum sem á erfitt, ljóstýru í myrkrinu. Oft á tíðum hefur þessi reynsluheimur minn tekið á. Um tíma fannst mér ég ekki geta meira og í kjölfarið missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur. En sem betur fer komst ég í gegnum það. Það er nauðsynlegt að hafa einhvern sem maður getur treyst og talað við. Ég hef ætíð lagt mikla áherslu á að vinna í sjálfri mér og hlúa að mér. Ég veit að sama hversu erfið gangan er og hversu torvelt það er að ímynda sér betri tíð, þá mun sársaukinn minnka og það mun birta til,“ segir Linda.

„Ég hef tamið mér það að vera meðvituð um hugsanir mínar, því það eru þær sem framkalla tilfinningar mínar. Við getum æft okkur í að breyta hugsunum okkar og smá saman breytist líðanin. Og lífið verður svo miklu betra.“

Að lokum endar Linda pistillinn á mikilvægum skilaboðum:

„Munum að það sést ekki alltaf utan á fólki að því líði illa. Komum fram við samferðafólk okkar af nærgætni og kærleika. Það gerir okkur öllum gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“