fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fókus

Mynd dagsins: Klúður í strætóskýli

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. október 2019 17:51

Strætisvagn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa staðið yfir miklar breytingar á strætóskýlum borgarinnar. Strætóskýlin eru hægt og rólega að uppfærast en nú eru komin upp skýli með tölvuskjáum.

Áður en þessir skjáir komu til sögunnar voru baklýst auglýsingaplaköt í strætóskýlunum. Þá þurfti að skipta um plaköt við og við og krafðist það einhvers mannafla. Með þessum nýju skjám er þó hægt að skipta um auglýsingar án þess að þurfa að opna skýlin enda eru skjáirnir tengdir við tölvu.

Það að strætóskýlin séu orðin tæknivædd þýðir þó ekki að klúður séu úr sögunni. Athugull borgari tók í dag mynd af einu af nýju strætóskýlunum en þar mátti sjá heldur óvenjulega sjón.

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan er engin auglýsing á skjánum heldur einungis skjáborð. Svo virðist sem eitthvað hafi farið úrskeiðis í þessu strætóskýli en hver veit? Kannski er bara verið að prufa nýjar aðferðir við að auglýsa tölvuruslatunnur og hugbúnaðarlausnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús Carlsen á von á litlu peði með drottningu sinni

Magnús Carlsen á von á litlu peði með drottningu sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Búin að tilkynna mér að hún ætli að loka á samskipti við 7 ára son minn ef ég leyfi honum að horfa á Eurovision“

„Búin að tilkynna mér að hún ætli að loka á samskipti við 7 ára son minn ef ég leyfi honum að horfa á Eurovision“