fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Dagbjört þarf þína hjálp – Leitar að stígvélum látins sonar síns: „Það skiptir mig svo miklu máli að þau finnist“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. október 2019 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er með svolítið óvenjulega beiðni og kannski svolítið langsótta en mig langar til að biðja ykkur um að deila sem víðast þar sem þetta er mér hjartans mál,“ segir Dagbjört Þórunn Þráinsdóttir. Hún leitar að fyrstu stígvélum sonar síns, Kristjáns Steinþórssonar, sem lést 9. júní 2018. Hann var þá aðeins 26 ára gamall.

Kristján barðist við þunglyndi og önnur andleg vandamál frá barnæsku. Hann var afburðanemandi og hafði allt til brunns að bera til að eiga gæfuríkt og gott líf en kerfið brást honum á öllum stigum. Kristján hafði sokkið í mikla fíkniefnaneyslu og fannst látinn í herbergi sínu í júní 2018, eftir að hafa ítrekað mætt lokuðum dyrum þegar hann leitaði sér hjálpar.

Dagbjört og dóttir hennar, Andrea, sögðu sögu Kristjáns í einlægu viðtali í júní í fyrra.

Sjá einnig: Kristján fannst látinn eftir að hann komst ekki inn á Teig: „Ég og litli bróðir, átján ára, komum að honum látnum í herberginu á laugardeginum“

Dagbjört auglýsir eftir stígvélunum á Facebook og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila færslunni áfram. „Ég vona að stígvélin finnist,“ segir hún í samtali við DV.

„Mig langar að auglýsa eftir 27 ára gömlum NOKIA stígvélum sem voru fyrstu stígvél Kristjáns sonar míns sem lést 9.júní 2018. Þessi stígvél eru númer 18 og eru svört eins og þau voru þá, þau voru síðan notuð af yngri systkinum hans og börnunum hennar Tinnu minnar Guðrún Tinna þau eru vel merkt með svörtum túss, inn í þeim stendur að minnsta kosti Kristján, Sandra og Viktor, líklega stendur líka Steinþór og kannski Guðný.

Þessi stígvél glötuðust eftir að dagmömmurnar fluttu vorið 2017. Eins og ég sagði er þetta kannski langsótt en alls ekki útilokað af því að auðvitað eru stígvélin einhversstaðar bara spurning hvar þau hafa lent, líklegast finnst mér að þau hafi óvart lent heim með öðru barni sem var hjá Eyju og Hjöddu á þessum tíma,“ segir Dagbjört.

Mynd af stígvélum eins og þau sem Dagbjört leitar að.

„Viljið þið vinsamlegast athuga hvort þau hafa lent hjá ykkur og deila sem víðast t.d. inn á hverfa síður í Hafnarfirði, eða ef þið þekkið einhvern sem var með börn hjá þeim um það leiti sem þær fluttu. Það skiptir mig svo miklu máli að þau finnist. Ekkert er útilokað,“ segir Dagbjört.

Hún þakkar þeim sem sjá fært um að hjálpa henni og heldur fast í vonina að þau finnist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“