fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Sigrún, Hallgrímur og Flóra Íslands hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 23:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn og höfundar Flóru Íslands hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Höfundar hvers verks um sig fá milljón íslenskra króna í verðlaunafé auk heiðursins.

Hallgrímur hefur verið tilnefndur fimm sinnum til verðlaunanna og hlaut þau árið 2001 fyrir Höfund Íslands.

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin 2018, fyrr í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunahöfum voru afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, sem Jón Snorri Sigurðsson á gullsmíðaverkstæði Jens hannaði; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.

Verðlaunin skiptast í þrjá flokka, sem eru:

Fræðirit og bækur almenns efnis
Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg
Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar
Útgefandi: Vaka Helgafell

Barna- og ungmennabækur
Sigrún Eldjárn
Silfurlykillinn
Útgefandi: Mál og menning

Fagurbókmenntir
Hallgrímur Helgason
Sextíu kíló af sólskini
Útgefandi: JPV útgáfa

Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, flutti ræðu, þar sem hann þakkaði stjórnvöldum mikið og vel fyrir lög sem gera ráð fyrir 400 milljóna stuðning við íslenska bókaútgáfu. Verðlaunahöfundar fluttu einnig ávörp og Regína Ósk og Svenni Þór fluttu tvö lög á milli dagskráratriða.

Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þórunn Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Í gær

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti