fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

IKEA breytir næturklúbbi í risastórt svefnherbergi – Áhersla lögð á mikilvægi svefns

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri auglýsingu setur Ikea fókusinn á mikilvægi svefns, en í henni má sjá „djammara“ klædda náttfötum halda á næturklúbb, sem breytt hefur verið í risastórt sameiginlegt svefnherbergi.

Auglýsingin, sem er ætlað að hvetja „fólk til endurmeta næturtímann og meta svefninn til jafns við vökustundir,“ breytir á sniðugan máta týpísku næturlífsmynstri í svefnrútínu með fullt af smáatriðum: „djammarar“ mæta í náttfötum og skyndibitafæðið er Cheerios, barþjónar framreiða te, salernin eru full af fólki sem er að tannbursta sig og setja á sig andlitsgrímur, og eyrnatappar eru einnig í boði, en líta út fyrir að vera eitthvað ólöglegt.

Dansgólfið er fullt af þægilegum rúmum og um leið og allir leggjast til hvílu þá mæta kindur á svæðið og springa út í konfetti.

Auglýsingin var sýnd í Bretlandi og Írlandi og er hluti af Wonderful Everyday herferðinni, sem hefur áður innihaldið draugapartý, letiljón og fullt af fljúgandi skyrtum.

Samhliða auglýsingaherferðinni var Dr. Guy Meadows, einn stofnenda The Sleep School, fenginn til að leiðbeina starfsfólki Ikea um vísindin á bak við svefn og telur fyrirtækið að það hjálpi starfsfólkinu til að verða betra í sínum störfum. Rannsókn á meðal þeirra leiddi í ljós að 63% eru óánægðir með sinn svefntíma.

Á vefsíðu Ikea má finna uppýsingar um hvernig má megi betri nætursvefni, leiðbeiningar um hverjar þarfir hvers og eins eru hvað svefninn varðar og réttu tækin sem hjálpað geta til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur