fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Beckham fagna nýju ári – 4 milljóna nýárspartý með flugeldum og nýrri kærustu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beckham hjónin David og Victoria fögnuðu nýja árinu með veglegum hætti, ásamt börnum og nýrri tengdadóttur, flugeldum og fullt af kossaflensi.

Beckham hjónin með börnin sín fjögur

Brooklyn, 19 ára elsti sonur þeirra hjóna, mætti með nýju kærustuna, fyrirsætuna Hana Cross, sem er 21 árs gömul. Deildi hún mynd af nýárskossi þeirra á Instagram ásamt orðunum „Ég elska þig.“

Stórfengleg flugeldasýning fór fram, sem kostaði um 4 þúsund pund eða um 600 þúsund krónur (sem einhverjum íslendingnum gæti þótt bara eðlileg upphæð) og sprungu flugeldarnir í takt við lag Queen, Bohemian Rhapsody.

Cross hitti ekki aðeins fjölskyldu nýja kærastans, heldur einnig vini hans, en allir klæddu þeir sig í stíl og voru eins og nýklipptir úr Peaky Blinders þáttaröðinni.

David og Victoria póstuðu einnig nýárskossi á samfélagsmiðla, auk þess sem David gaf gagnrýnendum sínum langt nef og smellti kossi á sjö ára dóttur þeirra, Harper, en hann hafði áður fengið gagnrýni fyrir að kyssa dóttur sína á munninn.

Victoria var fyrr um daginn búin að pósta mynd af dressi kvöldsins á samfélagsmiðla og áhugasamir gátu „sópað“ upp og keypt dressið.

Í partýinu voru einnig systir og móðir David, Joanne og Sandra, og besti vinur hans, Dave Gardner og eiginkona hans, Liv Tyler.

Íslandsvinir þeirra, Björgólfur Þór Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir, voru ekki með að þessu sinni.

Líkt og oft gerist átti David erfiðan dag daginn eftir, en helvítið! lítur meira að segja dásamlega út með timburmenn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarnan Mary Magdalene er látin

OnlyFans-stjarnan Mary Magdalene er látin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug